Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:57 Konan hefur verið í varðhaldi í um fjóra mánuði eða allt frá því að hún var handtekin. Hún hefur ítrekað samband við móður sína sem hún er ákærð fyrir að gera tilraun til að bana. vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi. Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi.
Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira