Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:57 Konan hefur verið í varðhaldi í um fjóra mánuði eða allt frá því að hún var handtekin. Hún hefur ítrekað samband við móður sína sem hún er ákærð fyrir að gera tilraun til að bana. vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi. Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sjá meira
Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi.
Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sjá meira