„Það er hetja á Múlaborg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 20:45 Ingimar Elíasson er foreldri á leikskólanum Múlaborg. Hann er sleginn vegna kynferðisafbrotamáls sem kom upp þar. Hann biðlar til fjölmiðla og borgarinnar að vanda upplýsingagjöf í málinu. Vísir Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum. Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum.
Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira