Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:18 Haldinn verður íbúafundur í Borgarnesi þann 27. ágúst um sameininguna. Vísir/Vilhelm Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00
Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59