Erlent

Ríkis­stjóri Illinois sakar Trump um vald­níðslu

Magnús Jochum Pálsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
JB Pritzker hefur verið ríkisstjóri Illinois frá 2019.
JB Pritzker hefur verið ríkisstjóri Illinois frá 2019. EPA

Ríkisstjóri Illinois í Bandaríkjunum sakar Bandaríkjaforseta um valdníðslu, vegna áforma hans um að senda hermenn til Chicago. Hann segir aðgerðirnar óþarfar og muni einungis leiða til verra ástands en ella.

Ríkisstjórinn JB Pritzker er demókrati en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir hann ekkert neyðarástand vera fyrir hendi sem réttlæti þá ákvörðun að senda þjóðvarðliða til borgarinnar. Með fyrirætlunum sínum sé Trump sjálfur að reyna að skapa neyðarástand. 

Borgarstjóri Chicago, Brandon Johnson, tók í svipaðan streng.

„Það eru margir hlutir sem ríkisstjórnin gæti gert til að hjálpa okkur að draga úr glæpum og ofbeldi í Chicago en að senda herinn er ekki einn af þeim,“ sagði Johnson í yfirlýsingu um málið.

Forsetinn hefur þegar sent um tvö þúsund þjóðvarðliða til Washington-borgar, sem einnig er stýrt af demókrötum, að sögn í þeim tilgangi að berja niður glæpi í borginni. Á föstudaginn sagðist Trump ætla að innleiða sömu stefnu í Chicago og New York, stórborgum þar sem demókratar eru við völd.


Tengdar fréttir

Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“

Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×