Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar 25. ágúst 2025 09:02 Nú líður að hausti, sumarfríið á enda og verkefni daglegs lífs taka við á ný. Sumir fagna á meðan aðrir kvíða að snúa aftur til fyrri rútínu. Þetta á sérstaklega við um foreldra/forráðamenn, sem þurfa ekki aðeins að huga að eigin rútínu, heldur einnig barna sinna. Að styðja við barn í átt að góðri rútínu hljómar einfalt en getur reynst flóknara þegar fram líða stundir. Algeng áskorun er að börn setja sig gjarnan á móti fyrirhuguðum breytingum þar sem skilningur þeirra á mikilvægi rútínu er oft takmarkaður. Þetta tímabil getur reynst börnum og foreldrum/forráðamönnum krefjandi þar sem svarið „nei“ heyrist oftar en barnið kærir sig um og fylgir því oft grátur. Flestir foreldrar/forráðamenn vilja tryggja að börnum þeirra líði vel, skorti aldrei ást og öryggi né tækifæri til að blómstra. Stundum, í þeirri löngun, hefur það gerst að einn af lykilþáttum uppeldisins gleymist, skýr mörk. Sem sálfræðingur í málefnum barna hef ég séð hversu mikilvæg skýr mörk eru þegar horft er til velferð barns og fjölskyldunnar í heild. Í þessari grein ætla ég því að útskýra hvað skýr mörk eru, mikilvægi þeirra, algengar áskoranir og hvernig hægt er að setja mörk með kærleiksríkum hætti. Hvað eru mörk í uppeldi? Mörk í uppeldi eru reglur og væntingar sem foreldrar/forráðamenn setja börnum sínum til að stuðla að auknu öryggi, virðingu og ábyrgð meðal barnanna. Þau virka sem einskonar vegvísir sem hjálpar barni að skilja hvað má og hvað ekki, hvað sé öruggt og hvað ekki og hvenær hegðun verður óæskileg. Skýr mörk ættu almennt að vera: Skiljanleg: Þau þurfa að vera einföld, sanngjörn og í samræmi við aldur og þarfir barns. Til að mynda gæti ein regla fyrir fjögurra ára barn verið: „Við burstum tennur kvölds og morgna“ á meðan önnur regla fyrir ungling gæti verið: „Þú þarft að vera komin heim fyrir klukkan 22:00 á virkum dögum.“ Fyrirsjáanleg: Alla jafna virka mörk best án undantekninga. Ef reglan gildir einn daginn en ekki hinn, dregur það úr fyrirsjáanleika sem getur ruglað barnið því óljóst er hvers sé ætlast til af því. Uppbyggileg: Mörk eiga ekki að snúast um refsingu heldur að kenna barni að axla ábyrgð, bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Það er í sjálfu sér engin algild regla um hvar mörk eiga að vera sett. Þau geta snúið að reglum tengt svefntíma og/eða skjánotkun eða framkomu í eigin garð og/eða annara. Skýr mörk hjálpa barni að skilja hvers sé ætlast til af því, sem veitir síðan öryggi. Af hverju getur það verið svona erfitt að neita barninu sínu? Það er fátt betra en að sjá gleðina í barninu sínu en að sama skapi getur verið sárt að sjá því líða illa. Margir foreldrar/forráðamenn kannast við að finna fyrir samviskubiti eða sektarkennd þegar þeir neita barninu sínu, því þau óttast að valda barninu sínu vonbrigðum. Auk þess er algengt að foreldrar/forráðamenn hræðist að barnið hætti að elska þá ef þeir eru strangir á meðan aðrir eiga erfitt með ágreining og reyni því að forðast slíkar aðstæður eins og heitan eldinn. Það er því ekkert óeðlilegt finnast aðstæður þessar krefjandi. Ef við skoðum rannsóknir sem byggja á kenningum um uppeldisaðferðir, þá hafa þær m.a. leitt í ljós að foreldrar/forráðamenn sem setja skýr mörk með hlýju og kærleika að leiðarljósi stuðla að frekari tilfinningastjórnun og félagslegum þroska meðal barna sinna. Án marka fá börn ekki sömu tækifæri og jafnaldrar sýnir til að þróa með sér siðferðisvitund, læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum þegar á móti blæs og að gjörðir hafi afleiðingar. Mörk eru því einar af undirstöðum þess að þau geti blómstrað í hinu daglega lífi. Af hverju er „nei“ boðhátturinn mikilvægur? Að segja að eitthvað sé ekki í boði er ein leið til að setja mörk og getur slíkt leitt til þess að börn byrji að tileinka sér reglur sem eru mikilvægar í daglegu lífi, til dæmis: Öryggi: Regla eins og „Þú mátt ekki hlaupa yfir götuna án þess að halda í hönd einhvers og/eða líta til beggja hliða“ heldur barni öruggu og kennir því að hafa varann á við slíkar aðstæður. Sjálfstjórn: Börn fá tækifæri til að stjórna hvötum sínum og löngunum þegar þau hafa skýrann ramma. Til að mynda, regla varðandi skjátíma og svefn getur hjálpað barni að stjórna löngunum sínum og tilfinningum að spila ekki með þeim hætti að það geti haft neikvæð áhrif á svefninn. Virðing: Mörk kenna börnum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, hvort sem það er með því að hlusta á foreldra/forráðamenn eða aðra, deila leikföngum eða koma vel fram. Að sama skapi læra börn einnig hvar þeirra mörk liggja og hvaða hegðun sé boðleg af hálfu annara. Ábyrgð: Skýr mörk kenna börnum að axla persónulega ábyrgð. Ef þau framfylgja settum reglum hafa þau greiðan aðgang að því sem telst skemmtilegt í daglegu lífi. Tækifærin til náms teljast því afar mikilvæg til lengri tíma litið, því án marka verður heimurinn ófyrirsjáanlegur og rannsóknir hafa sýnt að börn sem fá ekki slík tækifæri séu líklegri til að sýna ýmsa áhættuhegðun í daglegu lífi, því þau hafa ekki hlotið sömu þjálfun og jafnaldrar þess í að takast á við mótlæti. Slíkt getur einnig leitt til annarra vandamála heima fyrir, sem síðan getur haft neikvæð áhrif á getu foreldra/forráðamanna í að bregðast við með hjálplegum hætti. Hvernig byrja foreldrar að setja skýr mörk? Góðu fréttirnar eru að það er aldrei of seint að byrja að setja mörk. Hér fyrir neðan ætla ég að útlista nokkrum einföldum ráðum sem geta hjálpað að koma slíku regluverki af stað: Byrjaðu smátt: Veldu einn upphafspunkt sem þú vilt byrja á að setja mörk, t.d. tengt svefntíma eða skjátíma, t.d: „Engin skjátími eftir klukkan 20:00“. Ég mæli með að byrja á einni reglu í einu, framfylgja henni þar til hún festist í sessi áður en önnur regla lítur dagsins ljós. Þetta hjálpar bæði foreldrunum/forráðamönnunum og barni að aðlagast. Útskýrðu regluna: Hafðu regluna skiljanlega og í samræmi við aldur og þarfir barnsins.Best er að foreldrar/forráðamenn eigi samtal við barnið sitt um fyrirhugaðar breytingar. Til að mynda: „Núna erum við að byrja með nýja reglu á heimilinu þar sem það verður enginn skjár eftir kl. 20:00 því þá hefur þú nægan tíma til að slaka á þannig þú sofir líka betur. Ástæðan fyrir þessu er að sumt efni sem finna má í skjátækjum getur haft örvandi áhrif á hugann, sem getur gert þér erfiðara fyrir að ná ró sem þú þarft til að sofna. Þá getum við líka átt samverustundir, spjallað, lesið og/eða leikið okkur saman. Við höfum þessa reglu svo þú vitir líka hvenær kvöld rútínan hefst, þ.e. þegar við byrjum að undirbúa okkur fyrir svefninn“. Ekki búast við því að barnið taki þessum breytingum fagnandi en oftast nær er það þannig að börn eru fljótari að ná sátt við ofangreindar breytingar ef þau fá samhengið útskýrt. Það getur einnig verið hjálplegt fyrir sum börn að hafa sjónrænt skipulag, þar sem tekið er fram hver reglan er, hvað má gera ef henni er framfylgt og hvað gerist ef hún er brotin. Slíkt býr til aukinn fyrirsjáanleika, þar sem barnið veit nákvæmlega hvers má ætlast til af því. Fylgdu reglunni eftir en sýndu samkennd: Ef regla er sett, ekki láta undan (nema um vel ígrundaða undantekningu sé að ræða). Gerðu allt sem þú þarft að gera til halda út. Best er að bregðast við ósætti barns með samkennd og hlýju að leiðarljósi, þar sem þú sýnir að þú skiljir tilfinningar þess og það sé ekkert óeðlilegt að upplifa þær (gott að setja tilfinningarnar í orð) en þrátt fyrir það þá standi reglan. Ef barnið brýtur regluna, fylgdu því eftir með sanngjarnri afleiðingu sem greint var frá í upphafi, eins og til dæmis minni skjátími næsta dag. Mikilvægt er að hafa í huga að þegar verið er að ræða afleiðingar, þá skiptir öllu máli að leggja meiri áherslu á allt það sem að barn má gera á meðan reglunum er framfylgt fremur en að taka stöðuga umræðu um það sem barnið missir. Hrósa æskilegri hegðun. Rannsóknir sýna að börn geta brugðist vel við því að fá hrós við því sem reyndist þeim erfitt að gera. Slíkt getur styrkt hegðun barns enn frekar. Ef barnið nær að framfylgja reglunni, þá getur uppbyggilegt hrós verið: „Það var virkilega gaman að sjá hvernig þú slökktir á tækinu þegar ég minnti þig á hvað klukkan var orðin. Ég veit að það getur verið mjög erfitt að hætta einhverju sem manni þykir skemmtilegt og ég vildi bara segja þér þetta því við (foreldrarnir/forráðamennirnir) erum ótrúlega stoltir af þér!“ Að lokum Að setja mörk í uppeldi getur verið mjög krefjandi en jafnframt er það eitt það mikilvægasta sem foreldrar/forráðamenn geta gert fyrir börnin sín. Það er eðlilegt að upplifa óöryggi og finna til samviskubits þegar verið er að setja slíkar reglur en með kærleika og vitneskjunni um mikilvægi marka að vopni er hægt að skapa öruggt og uppbyggilegt umhverfi sem að barnið mun þrífast vel í. Skýr mörk geta verið eitt af dýrmætustu tækifærunum sem börnin okkar fá, því með uppbyggilegu regluverki myndast vegvísirinn sem hjálpar þeim að skilja betur þann flókna heim sem við lifum í. Það tekur tíma að innleiða slíkar reglur og venjur, bæði fyrir börn og foreldra/forráðamenn. Því skiptir máli að sýna sér mildi í því ferli og mikilvægt að minna sig á að það er ferðalagið sjálft sem er oft mikilvægara en lokamarkmiðið. Haustið er kjörinn tími til að styrkja tengslin, endurmeta rútínur og horfa fram á veginn. Með kærleika og samheldni að leiðarljósi getur þú gefið barninu þínu eina dýrmætustu gjöf sem hægt er að veita, vegvísirinn út í lífið. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Þorri Helgason Börn og uppeldi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að hausti, sumarfríið á enda og verkefni daglegs lífs taka við á ný. Sumir fagna á meðan aðrir kvíða að snúa aftur til fyrri rútínu. Þetta á sérstaklega við um foreldra/forráðamenn, sem þurfa ekki aðeins að huga að eigin rútínu, heldur einnig barna sinna. Að styðja við barn í átt að góðri rútínu hljómar einfalt en getur reynst flóknara þegar fram líða stundir. Algeng áskorun er að börn setja sig gjarnan á móti fyrirhuguðum breytingum þar sem skilningur þeirra á mikilvægi rútínu er oft takmarkaður. Þetta tímabil getur reynst börnum og foreldrum/forráðamönnum krefjandi þar sem svarið „nei“ heyrist oftar en barnið kærir sig um og fylgir því oft grátur. Flestir foreldrar/forráðamenn vilja tryggja að börnum þeirra líði vel, skorti aldrei ást og öryggi né tækifæri til að blómstra. Stundum, í þeirri löngun, hefur það gerst að einn af lykilþáttum uppeldisins gleymist, skýr mörk. Sem sálfræðingur í málefnum barna hef ég séð hversu mikilvæg skýr mörk eru þegar horft er til velferð barns og fjölskyldunnar í heild. Í þessari grein ætla ég því að útskýra hvað skýr mörk eru, mikilvægi þeirra, algengar áskoranir og hvernig hægt er að setja mörk með kærleiksríkum hætti. Hvað eru mörk í uppeldi? Mörk í uppeldi eru reglur og væntingar sem foreldrar/forráðamenn setja börnum sínum til að stuðla að auknu öryggi, virðingu og ábyrgð meðal barnanna. Þau virka sem einskonar vegvísir sem hjálpar barni að skilja hvað má og hvað ekki, hvað sé öruggt og hvað ekki og hvenær hegðun verður óæskileg. Skýr mörk ættu almennt að vera: Skiljanleg: Þau þurfa að vera einföld, sanngjörn og í samræmi við aldur og þarfir barns. Til að mynda gæti ein regla fyrir fjögurra ára barn verið: „Við burstum tennur kvölds og morgna“ á meðan önnur regla fyrir ungling gæti verið: „Þú þarft að vera komin heim fyrir klukkan 22:00 á virkum dögum.“ Fyrirsjáanleg: Alla jafna virka mörk best án undantekninga. Ef reglan gildir einn daginn en ekki hinn, dregur það úr fyrirsjáanleika sem getur ruglað barnið því óljóst er hvers sé ætlast til af því. Uppbyggileg: Mörk eiga ekki að snúast um refsingu heldur að kenna barni að axla ábyrgð, bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Það er í sjálfu sér engin algild regla um hvar mörk eiga að vera sett. Þau geta snúið að reglum tengt svefntíma og/eða skjánotkun eða framkomu í eigin garð og/eða annara. Skýr mörk hjálpa barni að skilja hvers sé ætlast til af því, sem veitir síðan öryggi. Af hverju getur það verið svona erfitt að neita barninu sínu? Það er fátt betra en að sjá gleðina í barninu sínu en að sama skapi getur verið sárt að sjá því líða illa. Margir foreldrar/forráðamenn kannast við að finna fyrir samviskubiti eða sektarkennd þegar þeir neita barninu sínu, því þau óttast að valda barninu sínu vonbrigðum. Auk þess er algengt að foreldrar/forráðamenn hræðist að barnið hætti að elska þá ef þeir eru strangir á meðan aðrir eiga erfitt með ágreining og reyni því að forðast slíkar aðstæður eins og heitan eldinn. Það er því ekkert óeðlilegt finnast aðstæður þessar krefjandi. Ef við skoðum rannsóknir sem byggja á kenningum um uppeldisaðferðir, þá hafa þær m.a. leitt í ljós að foreldrar/forráðamenn sem setja skýr mörk með hlýju og kærleika að leiðarljósi stuðla að frekari tilfinningastjórnun og félagslegum þroska meðal barna sinna. Án marka fá börn ekki sömu tækifæri og jafnaldrar sýnir til að þróa með sér siðferðisvitund, læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum þegar á móti blæs og að gjörðir hafi afleiðingar. Mörk eru því einar af undirstöðum þess að þau geti blómstrað í hinu daglega lífi. Af hverju er „nei“ boðhátturinn mikilvægur? Að segja að eitthvað sé ekki í boði er ein leið til að setja mörk og getur slíkt leitt til þess að börn byrji að tileinka sér reglur sem eru mikilvægar í daglegu lífi, til dæmis: Öryggi: Regla eins og „Þú mátt ekki hlaupa yfir götuna án þess að halda í hönd einhvers og/eða líta til beggja hliða“ heldur barni öruggu og kennir því að hafa varann á við slíkar aðstæður. Sjálfstjórn: Börn fá tækifæri til að stjórna hvötum sínum og löngunum þegar þau hafa skýrann ramma. Til að mynda, regla varðandi skjátíma og svefn getur hjálpað barni að stjórna löngunum sínum og tilfinningum að spila ekki með þeim hætti að það geti haft neikvæð áhrif á svefninn. Virðing: Mörk kenna börnum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, hvort sem það er með því að hlusta á foreldra/forráðamenn eða aðra, deila leikföngum eða koma vel fram. Að sama skapi læra börn einnig hvar þeirra mörk liggja og hvaða hegðun sé boðleg af hálfu annara. Ábyrgð: Skýr mörk kenna börnum að axla persónulega ábyrgð. Ef þau framfylgja settum reglum hafa þau greiðan aðgang að því sem telst skemmtilegt í daglegu lífi. Tækifærin til náms teljast því afar mikilvæg til lengri tíma litið, því án marka verður heimurinn ófyrirsjáanlegur og rannsóknir hafa sýnt að börn sem fá ekki slík tækifæri séu líklegri til að sýna ýmsa áhættuhegðun í daglegu lífi, því þau hafa ekki hlotið sömu þjálfun og jafnaldrar þess í að takast á við mótlæti. Slíkt getur einnig leitt til annarra vandamála heima fyrir, sem síðan getur haft neikvæð áhrif á getu foreldra/forráðamanna í að bregðast við með hjálplegum hætti. Hvernig byrja foreldrar að setja skýr mörk? Góðu fréttirnar eru að það er aldrei of seint að byrja að setja mörk. Hér fyrir neðan ætla ég að útlista nokkrum einföldum ráðum sem geta hjálpað að koma slíku regluverki af stað: Byrjaðu smátt: Veldu einn upphafspunkt sem þú vilt byrja á að setja mörk, t.d. tengt svefntíma eða skjátíma, t.d: „Engin skjátími eftir klukkan 20:00“. Ég mæli með að byrja á einni reglu í einu, framfylgja henni þar til hún festist í sessi áður en önnur regla lítur dagsins ljós. Þetta hjálpar bæði foreldrunum/forráðamönnunum og barni að aðlagast. Útskýrðu regluna: Hafðu regluna skiljanlega og í samræmi við aldur og þarfir barnsins.Best er að foreldrar/forráðamenn eigi samtal við barnið sitt um fyrirhugaðar breytingar. Til að mynda: „Núna erum við að byrja með nýja reglu á heimilinu þar sem það verður enginn skjár eftir kl. 20:00 því þá hefur þú nægan tíma til að slaka á þannig þú sofir líka betur. Ástæðan fyrir þessu er að sumt efni sem finna má í skjátækjum getur haft örvandi áhrif á hugann, sem getur gert þér erfiðara fyrir að ná ró sem þú þarft til að sofna. Þá getum við líka átt samverustundir, spjallað, lesið og/eða leikið okkur saman. Við höfum þessa reglu svo þú vitir líka hvenær kvöld rútínan hefst, þ.e. þegar við byrjum að undirbúa okkur fyrir svefninn“. Ekki búast við því að barnið taki þessum breytingum fagnandi en oftast nær er það þannig að börn eru fljótari að ná sátt við ofangreindar breytingar ef þau fá samhengið útskýrt. Það getur einnig verið hjálplegt fyrir sum börn að hafa sjónrænt skipulag, þar sem tekið er fram hver reglan er, hvað má gera ef henni er framfylgt og hvað gerist ef hún er brotin. Slíkt býr til aukinn fyrirsjáanleika, þar sem barnið veit nákvæmlega hvers má ætlast til af því. Fylgdu reglunni eftir en sýndu samkennd: Ef regla er sett, ekki láta undan (nema um vel ígrundaða undantekningu sé að ræða). Gerðu allt sem þú þarft að gera til halda út. Best er að bregðast við ósætti barns með samkennd og hlýju að leiðarljósi, þar sem þú sýnir að þú skiljir tilfinningar þess og það sé ekkert óeðlilegt að upplifa þær (gott að setja tilfinningarnar í orð) en þrátt fyrir það þá standi reglan. Ef barnið brýtur regluna, fylgdu því eftir með sanngjarnri afleiðingu sem greint var frá í upphafi, eins og til dæmis minni skjátími næsta dag. Mikilvægt er að hafa í huga að þegar verið er að ræða afleiðingar, þá skiptir öllu máli að leggja meiri áherslu á allt það sem að barn má gera á meðan reglunum er framfylgt fremur en að taka stöðuga umræðu um það sem barnið missir. Hrósa æskilegri hegðun. Rannsóknir sýna að börn geta brugðist vel við því að fá hrós við því sem reyndist þeim erfitt að gera. Slíkt getur styrkt hegðun barns enn frekar. Ef barnið nær að framfylgja reglunni, þá getur uppbyggilegt hrós verið: „Það var virkilega gaman að sjá hvernig þú slökktir á tækinu þegar ég minnti þig á hvað klukkan var orðin. Ég veit að það getur verið mjög erfitt að hætta einhverju sem manni þykir skemmtilegt og ég vildi bara segja þér þetta því við (foreldrarnir/forráðamennirnir) erum ótrúlega stoltir af þér!“ Að lokum Að setja mörk í uppeldi getur verið mjög krefjandi en jafnframt er það eitt það mikilvægasta sem foreldrar/forráðamenn geta gert fyrir börnin sín. Það er eðlilegt að upplifa óöryggi og finna til samviskubits þegar verið er að setja slíkar reglur en með kærleika og vitneskjunni um mikilvægi marka að vopni er hægt að skapa öruggt og uppbyggilegt umhverfi sem að barnið mun þrífast vel í. Skýr mörk geta verið eitt af dýrmætustu tækifærunum sem börnin okkar fá, því með uppbyggilegu regluverki myndast vegvísirinn sem hjálpar þeim að skilja betur þann flókna heim sem við lifum í. Það tekur tíma að innleiða slíkar reglur og venjur, bæði fyrir börn og foreldra/forráðamenn. Því skiptir máli að sýna sér mildi í því ferli og mikilvægt að minna sig á að það er ferðalagið sjálft sem er oft mikilvægara en lokamarkmiðið. Haustið er kjörinn tími til að styrkja tengslin, endurmeta rútínur og horfa fram á veginn. Með kærleika og samheldni að leiðarljósi getur þú gefið barninu þínu eina dýrmætustu gjöf sem hægt er að veita, vegvísirinn út í lífið. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun