Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 07:30 Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun