Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar