Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 26. ágúst 2025 18:00 Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar