Fótbolti

Svona var drátturinn í Meistara­deild Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Evrópumeistarar PSG og Englandsmeistarar Liverpool eru að sjálfsögðu með í drættinum í dag.
Evrópumeistarar PSG og Englandsmeistarar Liverpool eru að sjálfsögðu með í drættinum í dag. Getty/James Gill

Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi.

Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra.

Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan.

Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA

Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö.

Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA

Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú.

Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA

Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum.

Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA

Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir.

Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki.

Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona

Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge

Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille

Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty




Fleiri fréttir

Sjá meira


×