Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 14:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað stigið á tær þingsins, ef svo má segja, og hafa Repúblikanar hingað til haft lítinn sem engan áhuga á að standa vörð um völd þingsins. AP/Mark Schiefelbein Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Til þessa ætlar Trump að beita lítið þekktum lögum sem hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. New York Times segir að Repúblikanar gætu greitt atkvæði um kröfu Trumps fyrr en eins og bent er á í grein miðilsins hafa leiðtogar flokksins sýnt lítinn sem engan vilja til að standa í hárinu á forsetanum. Frá því hann tók við embætti á nýjan leik hefur Trump ítrekað tekið sér völd sem eiga að vera í höndum þingsins eða opinberum stofnunum. Mörg þessara tilvika hafa farið fyrir dómara og hefur AP fréttaveitan eftir embættismanni úr Hvíta húsinu, sem ræddi við blaðamenn undir því skilyrði að þeir létu nafns hans ekki getið, að þar á bæ séu menn sannfærðir um að þeir myndu bera sigur úr býtum fari þetta einnig fyrir dómstóla. Áfrýjunardómstóll komst í gærkvöldi að þeirri niðurstöðu að flestir af umfangsmiklum tollum Trumps væru ólöglegir. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Russell Vought, einn höfunda Project 2025 og yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins, hefur áður haldið því fram að forseta sé löglegt að nota lögin. Það tók talsmaður fjárlagaskrifstofunnar undir í gærkvöldi. Dómstólar hafa aldrei tekið lögin sérstaklega fyrir. 🚨 Last night, President Trump CANCELLED $4.9 billion in America Last foreign aid using a pocket rescission.@POTUS will always put AMERICA FIRST! pic.twitter.com/1DvXYGdy3B— Office of Management and Budget (@WHOMB) August 29, 2025 Þingmenn reiðir Susan Collins, sem stýrir fjárlaganefnd öldungadeildarinnar, gagnrýndi þetta nýjasta útspil Trumps strax í gær og sagði það ólöglegt. Klárt sé að ekki sé hægt að breyta fjárlögum án aðkomu þingsins. Þetta sé augljós tilraun til þess. Demókratar hafa sömuleiðis brugðist reiðir við og margir hafa sagt að Trump sé að brjóta lög og reyna að hrifsa til sín frekari völd. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Rosa DeLauro, hæst setti Demókratinn í fjárlaganefndinni, sagði að þingmenn ættu ekki að sætta sig við þessa „fáránlegu og ólöglegu“ tilraun til að hafa af þinginu stjórnarskrárbundin völd þess. Chuck Schumer, sem leiðir Demókrata í öldungadeildinni, sagði einnig að Demókratar væru ávallt tilbúnir til samstarfs þegar kæmi að því að bæta líf Bandaríkjamanna. Þeir myndu þó ekki taka þátt í þessari „eyðileggingu“. Eykur líkur á stöðvun ríkisreksturs Greinendur segja nánast öruggt að þetta muni gera Repúblikönum svo gott sem ómögulegt að samþykkja ný fjárlög fyrir 1. október og að mögulega muni rekstur alríkisins stöðvast. Fjárlög muni þurfa stuðning frá Demókrötum í fulltrúadeildinni, sem hafa áður lýst því yfir að þeir muni ekki styðja fjárlög haldi Trump áfram að taka fram fyrir hendur þingmanna. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig, samkvæmt frétt Politico, gefið til kynna að þeir myndu ekki sætta sig við þessar aðgerðir og að þær myndu koma niður á viðræðum milli flokka sem ætlað er að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs í október. Í samtali við Politico segja þrír þingmenn Repúblikanaflokksins, sem veitt var nafnleynd, að þeir búist við því að Hvíta húsið muni senda fleiri sambærilegar kröfur fyrir lok september. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Til þessa ætlar Trump að beita lítið þekktum lögum sem hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. New York Times segir að Repúblikanar gætu greitt atkvæði um kröfu Trumps fyrr en eins og bent er á í grein miðilsins hafa leiðtogar flokksins sýnt lítinn sem engan vilja til að standa í hárinu á forsetanum. Frá því hann tók við embætti á nýjan leik hefur Trump ítrekað tekið sér völd sem eiga að vera í höndum þingsins eða opinberum stofnunum. Mörg þessara tilvika hafa farið fyrir dómara og hefur AP fréttaveitan eftir embættismanni úr Hvíta húsinu, sem ræddi við blaðamenn undir því skilyrði að þeir létu nafns hans ekki getið, að þar á bæ séu menn sannfærðir um að þeir myndu bera sigur úr býtum fari þetta einnig fyrir dómstóla. Áfrýjunardómstóll komst í gærkvöldi að þeirri niðurstöðu að flestir af umfangsmiklum tollum Trumps væru ólöglegir. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Russell Vought, einn höfunda Project 2025 og yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins, hefur áður haldið því fram að forseta sé löglegt að nota lögin. Það tók talsmaður fjárlagaskrifstofunnar undir í gærkvöldi. Dómstólar hafa aldrei tekið lögin sérstaklega fyrir. 🚨 Last night, President Trump CANCELLED $4.9 billion in America Last foreign aid using a pocket rescission.@POTUS will always put AMERICA FIRST! pic.twitter.com/1DvXYGdy3B— Office of Management and Budget (@WHOMB) August 29, 2025 Þingmenn reiðir Susan Collins, sem stýrir fjárlaganefnd öldungadeildarinnar, gagnrýndi þetta nýjasta útspil Trumps strax í gær og sagði það ólöglegt. Klárt sé að ekki sé hægt að breyta fjárlögum án aðkomu þingsins. Þetta sé augljós tilraun til þess. Demókratar hafa sömuleiðis brugðist reiðir við og margir hafa sagt að Trump sé að brjóta lög og reyna að hrifsa til sín frekari völd. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Rosa DeLauro, hæst setti Demókratinn í fjárlaganefndinni, sagði að þingmenn ættu ekki að sætta sig við þessa „fáránlegu og ólöglegu“ tilraun til að hafa af þinginu stjórnarskrárbundin völd þess. Chuck Schumer, sem leiðir Demókrata í öldungadeildinni, sagði einnig að Demókratar væru ávallt tilbúnir til samstarfs þegar kæmi að því að bæta líf Bandaríkjamanna. Þeir myndu þó ekki taka þátt í þessari „eyðileggingu“. Eykur líkur á stöðvun ríkisreksturs Greinendur segja nánast öruggt að þetta muni gera Repúblikönum svo gott sem ómögulegt að samþykkja ný fjárlög fyrir 1. október og að mögulega muni rekstur alríkisins stöðvast. Fjárlög muni þurfa stuðning frá Demókrötum í fulltrúadeildinni, sem hafa áður lýst því yfir að þeir muni ekki styðja fjárlög haldi Trump áfram að taka fram fyrir hendur þingmanna. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig, samkvæmt frétt Politico, gefið til kynna að þeir myndu ekki sætta sig við þessar aðgerðir og að þær myndu koma niður á viðræðum milli flokka sem ætlað er að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs í október. Í samtali við Politico segja þrír þingmenn Repúblikanaflokksins, sem veitt var nafnleynd, að þeir búist við því að Hvíta húsið muni senda fleiri sambærilegar kröfur fyrir lok september.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira