Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 08:24 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vonar að tillaga flokksins um friðarfána Reykjavíkur verið samþykkt. Fáninn megi að hennar mati blakta við hún alla daga ársins, helst við hlið íslenska fánans sem henni finnst flaggað allt of sjaldan við Ráðhúsið. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar. Þetta sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af umræðu um tillöguna, en forsætisnefnd borgarinnar vinnur nú að því að endurskoða fánareglur borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Hildur kveðst ekki vera sammála Sólveigu og bendir á að sjálf hafi Sólveig barist fyrir því að fána Palestínu yrði flaggað við Ráðhúsið. „Ég er mjög ósammála því og Sólveg Anna, sem ég hef nú oft mjög gaman af, hún stóð sjálf í baráttunni fyrir því að fáni Palestínu yrði dreginn að húni við Ráðhúsið og það finnst mér auðvitað ákveðin dyggðarskreyting. Því það að draga þennan fána þarna að húni breytir auðvitað engu um hörmungarnar á Gasa,“ sagði Hildur um leið og hún benti á að hörmungar eigi sér stað víða um heiminn. Sjá einnig: Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ „Hún orðar hlutina oft skemmtilega en ég er nú sjaldan sammála henni auðvitað, enda erum við sitthvoru megin á pólnum í hinu pólitíska litrófi,“ segir Hildur. „Friðarborg“ sem fjalli ekki um utanríkismál Hugmyndin að friðarfánanum sé tilkomin sem tilraun til að leysa deilur sem upp hafi komið þegar palestínska fánanum var flaggað við Ráðhúsið. Hildur tekur einnig fram að hugmyndin með fánanum sé ekki að losna við fána Palestínu einan og sér, heldur til að komast hjá því að flagga erlendum þjóðfánum almennt, hvort sem um ræði Palestínu, Úkraínu eða önnur ríki. „Þessi hugmynd sprettur bara upp úr umræðunni á þessu kjörtímabili og hugmyndum um að draga erlenda fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg er auðvitað yfirlýst friðarborg. Við rekum Höfða friðarsetur, við erum með friðarsúluna úti í Viðey og áfram mætti telja, og það er svo sem alveg eðlilegt að við eigum okkur líka friðarfána. Margar borgir eiga sinn fána og við gætum verið með sérstakan Reykjavíkurfána sem að endurspeglaði þetta,“ segir Hildur. Það sé ekki hlutverk borgarinnar, eða borgarstjórnar, að fjalla um utanríkismál. Hvergi í samþykktum borgarinnar sé gert ráð fyrir slíku hlutverki og ekki starfi nein utanríkismálanefnd á vegum borgarinnar. Hún vonar að tillaga flokksins um friðarfána Reykjavíkur verið samþykkt. Fáninn megi að hennar mati blakta við hún alla daga ársins, helst við hlið íslenska fánans sem henni finnst flaggað allt of sjaldan við Ráðhúsið. Umdeilt á lokuðum fundum „Þannig þetta er ekki okkar hlutverk að standa í þessu, en við hins vegar getum undirstrikað þetta hlutverk okkar, að vera friðarborg. Og samhliða hef ég reyndar ítrekað lagt til að við drögum nú okkar íslenska fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og finnst mjög sérkennilegt að við því hafi ekki orðið,“ segir Hildur, en íslenska fánanum sé aðeins flaggað á fánadögum og þá tvo daga í mánuði sem borgarstjórn fundar. „Það varð ólga í kringum það þegar fáni Palestínu var dreginn við Ráðhúsið og það voru deilur sem að áttu sér stað kannski inni á lokuðum fundum í borginni á þessu kjörtímabili, hvort það ætti að gera eða ekki og þetta var svona mín hugmynd að einhverri sátt í málinu að við færum bara fram með friðarfána og lýstum því yfir að við stæðum alltaf með fórnarlömbum í stríði og hugur okkar væri alltaf hjá þeim,“ segir Hildur. Undirbúningur fyrir kosningar að hefjast Í Bítinu var Hildur einnig innt eftir viðbrögðum við orðum forvera hennar í embætti, Halldórs Halldórssonar, sem var oddviti Sjálfstæðismanna í borginni 2014 til 2018, en Halldór hefur lýst því að hann vilji skipta út borgarstjórnarflokknum eins og hann leggur sig en halda Hildi inni, en sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári. „Það er aldeilis,“ voru fyrstu viðbrögð Hildar við ummælunum. „Núna er framundan auðvitað kosningavetur og kominn mikill titringur í fólk og nú förum við Sjálstæðismenn að taka afstöðu til þess hvenær prófkjör verða og hvernig þau verða og allt hvaðeina og þá er fólk með alls konar skoðanir, það er bara eins og við er að búast. En við eigum eftir að leysa úr þessu, hvernig þessu verður öllu háttað, en það verður örugglega góð lending.“ Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bítið Bylgjan Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af umræðu um tillöguna, en forsætisnefnd borgarinnar vinnur nú að því að endurskoða fánareglur borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Hildur kveðst ekki vera sammála Sólveigu og bendir á að sjálf hafi Sólveig barist fyrir því að fána Palestínu yrði flaggað við Ráðhúsið. „Ég er mjög ósammála því og Sólveg Anna, sem ég hef nú oft mjög gaman af, hún stóð sjálf í baráttunni fyrir því að fáni Palestínu yrði dreginn að húni við Ráðhúsið og það finnst mér auðvitað ákveðin dyggðarskreyting. Því það að draga þennan fána þarna að húni breytir auðvitað engu um hörmungarnar á Gasa,“ sagði Hildur um leið og hún benti á að hörmungar eigi sér stað víða um heiminn. Sjá einnig: Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ „Hún orðar hlutina oft skemmtilega en ég er nú sjaldan sammála henni auðvitað, enda erum við sitthvoru megin á pólnum í hinu pólitíska litrófi,“ segir Hildur. „Friðarborg“ sem fjalli ekki um utanríkismál Hugmyndin að friðarfánanum sé tilkomin sem tilraun til að leysa deilur sem upp hafi komið þegar palestínska fánanum var flaggað við Ráðhúsið. Hildur tekur einnig fram að hugmyndin með fánanum sé ekki að losna við fána Palestínu einan og sér, heldur til að komast hjá því að flagga erlendum þjóðfánum almennt, hvort sem um ræði Palestínu, Úkraínu eða önnur ríki. „Þessi hugmynd sprettur bara upp úr umræðunni á þessu kjörtímabili og hugmyndum um að draga erlenda fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg er auðvitað yfirlýst friðarborg. Við rekum Höfða friðarsetur, við erum með friðarsúluna úti í Viðey og áfram mætti telja, og það er svo sem alveg eðlilegt að við eigum okkur líka friðarfána. Margar borgir eiga sinn fána og við gætum verið með sérstakan Reykjavíkurfána sem að endurspeglaði þetta,“ segir Hildur. Það sé ekki hlutverk borgarinnar, eða borgarstjórnar, að fjalla um utanríkismál. Hvergi í samþykktum borgarinnar sé gert ráð fyrir slíku hlutverki og ekki starfi nein utanríkismálanefnd á vegum borgarinnar. Hún vonar að tillaga flokksins um friðarfána Reykjavíkur verið samþykkt. Fáninn megi að hennar mati blakta við hún alla daga ársins, helst við hlið íslenska fánans sem henni finnst flaggað allt of sjaldan við Ráðhúsið. Umdeilt á lokuðum fundum „Þannig þetta er ekki okkar hlutverk að standa í þessu, en við hins vegar getum undirstrikað þetta hlutverk okkar, að vera friðarborg. Og samhliða hef ég reyndar ítrekað lagt til að við drögum nú okkar íslenska fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og finnst mjög sérkennilegt að við því hafi ekki orðið,“ segir Hildur, en íslenska fánanum sé aðeins flaggað á fánadögum og þá tvo daga í mánuði sem borgarstjórn fundar. „Það varð ólga í kringum það þegar fáni Palestínu var dreginn við Ráðhúsið og það voru deilur sem að áttu sér stað kannski inni á lokuðum fundum í borginni á þessu kjörtímabili, hvort það ætti að gera eða ekki og þetta var svona mín hugmynd að einhverri sátt í málinu að við færum bara fram með friðarfána og lýstum því yfir að við stæðum alltaf með fórnarlömbum í stríði og hugur okkar væri alltaf hjá þeim,“ segir Hildur. Undirbúningur fyrir kosningar að hefjast Í Bítinu var Hildur einnig innt eftir viðbrögðum við orðum forvera hennar í embætti, Halldórs Halldórssonar, sem var oddviti Sjálfstæðismanna í borginni 2014 til 2018, en Halldór hefur lýst því að hann vilji skipta út borgarstjórnarflokknum eins og hann leggur sig en halda Hildi inni, en sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári. „Það er aldeilis,“ voru fyrstu viðbrögð Hildar við ummælunum. „Núna er framundan auðvitað kosningavetur og kominn mikill titringur í fólk og nú förum við Sjálstæðismenn að taka afstöðu til þess hvenær prófkjör verða og hvernig þau verða og allt hvaðeina og þá er fólk með alls konar skoðanir, það er bara eins og við er að búast. En við eigum eftir að leysa úr þessu, hvernig þessu verður öllu háttað, en það verður örugglega góð lending.“
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bítið Bylgjan Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira