Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 1. september 2025 11:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Tryggingastofnunar. Silla Páls Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna. Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna.
Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent