Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. september 2025 21:33 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands fagnar breytingum á örorkulífeyriskerfinu en segir félagið ekki hætt að berjast fyrir auknum réttindum örorkulífeyrisþega. Vísir/Arnar Halldórsson Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri nú en síðustu mánaðamót. Inga Sæland félags-og húsnæðismálaráðherra segir að fólk sem hafi verið fast í fátæktargildru fái flestar krónur í vasann. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri örorku-og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun í morgun þegar nýtt glænýtt kerfi var tekið í gagnið í fyrsta skipti. Nýtt örorku - og endurhæfingarkerfi var kynnt í Grósku sem á að vera einfaldara, skilvirkara gagnsærra og réttlátara en fyrri kerfi. Í stað þess að einblína á hvað er að er fyrst og fremst horft á hvað viðkomandi getur gert og við hvaða aðstæður. Tuttugu milljarðar verða aukalega lagðir í kerfið til hækkunar. Þegar hefur verið gert ráð fyrir þeirri fjármögnun í fjárlögum þessa árs og verður að sögn Ingu að auki komandi ára. Nýtt frítekjumark fyrir fólk sem er með hlutaörorkulífeyri nemur nú 350 þúsund krónum. „Þar til við náum þeim áfanga að allir fái 450 þúsund krónur skatta- og skerðingarlaust er ég búin að tryggja að það verður jólabónus greiddur aukalega í desember á hverju ári. Það er skatta- og skerðingarlaus eingreiðsla sem kemur í desember,“ segir Inga. Tíminn leiði í ljós hvernig gengur Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir breytinguna stór tímamót. Hún tekur undir með Ingu um að kerfið sé manneskjulegra og aukið tillit sé tekið til þeirra sem þurfa að nýta sér almannatryggingakerfið. „Við höfum lengi barist fyrir því að kerfið verði einfaldað og gert skilvirkara, og mér sýnist það hafa tekist til. En svo þarf tíminn náttúrlega að leiða í ljós hvernig þetta fer. En auðvitað fögnum við því að þessum áfanga hafi verið náð.“ Er eitthvað sem þú hefðir vilja sjá gert öðruvísi? „Jájá, og við skrifuðum margar athugasemdir og umsagnir og áttum marga fundi með nefndarmönnum á nefndarsviði Alþingis, ráðuneytisstarfsmönnum og þeim sem koma til með að sinna þessu. Við bentum á að það var ýmislegt sem við hefðum viljað sjá tekið til greina,“ segir Alma. Hún nefnir atriði í almannatryggingalöggjöfinni, til dæmis tekjutengingu við fjármagnstekjur maka og víxlverkun á greiðslum úr lífeyrissjóðum. „Það er eitthvað sem við munum koma til með að halda áfram að berjast fyrir.“ „Breyting og bylting“ Fjöldi fólks úr stjórnsýslu og opinbera kerfinu fylgdust með kynningu á nýja kerfinu í morgun. Margir töluðu um að hér væri um byltingu að ræða. „Nú er verið að meta einstaklinga út frá getu þeirra, hvað eru þeir tilbúnir og hvaða styrkleika hafa þeir? Hvar liggur áhugasviðið til þess að taka þátt á hinum almenna vinnumarkaði? Í því felst þetta, það er búið að hækka frítekjumarkið og breyta kerfinu þannig að það er mun sveigjanlegra en það var. Þetta er mikil breyting og bylting,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tekur í sama streng. „Þetta er mjög mikil breyting og mjög jákvæð breyting fyrir okkar skjólstæðinga. Að þeim bjóðist að taka þátt í lífinu og hafi fleiri úrræði.“ Vinnumarkaður Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Inga Sæland félags-og húsnæðismálaráðherra segir að fólk sem hafi verið fast í fátæktargildru fái flestar krónur í vasann. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri örorku-og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun í morgun þegar nýtt glænýtt kerfi var tekið í gagnið í fyrsta skipti. Nýtt örorku - og endurhæfingarkerfi var kynnt í Grósku sem á að vera einfaldara, skilvirkara gagnsærra og réttlátara en fyrri kerfi. Í stað þess að einblína á hvað er að er fyrst og fremst horft á hvað viðkomandi getur gert og við hvaða aðstæður. Tuttugu milljarðar verða aukalega lagðir í kerfið til hækkunar. Þegar hefur verið gert ráð fyrir þeirri fjármögnun í fjárlögum þessa árs og verður að sögn Ingu að auki komandi ára. Nýtt frítekjumark fyrir fólk sem er með hlutaörorkulífeyri nemur nú 350 þúsund krónum. „Þar til við náum þeim áfanga að allir fái 450 þúsund krónur skatta- og skerðingarlaust er ég búin að tryggja að það verður jólabónus greiddur aukalega í desember á hverju ári. Það er skatta- og skerðingarlaus eingreiðsla sem kemur í desember,“ segir Inga. Tíminn leiði í ljós hvernig gengur Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir breytinguna stór tímamót. Hún tekur undir með Ingu um að kerfið sé manneskjulegra og aukið tillit sé tekið til þeirra sem þurfa að nýta sér almannatryggingakerfið. „Við höfum lengi barist fyrir því að kerfið verði einfaldað og gert skilvirkara, og mér sýnist það hafa tekist til. En svo þarf tíminn náttúrlega að leiða í ljós hvernig þetta fer. En auðvitað fögnum við því að þessum áfanga hafi verið náð.“ Er eitthvað sem þú hefðir vilja sjá gert öðruvísi? „Jájá, og við skrifuðum margar athugasemdir og umsagnir og áttum marga fundi með nefndarmönnum á nefndarsviði Alþingis, ráðuneytisstarfsmönnum og þeim sem koma til með að sinna þessu. Við bentum á að það var ýmislegt sem við hefðum viljað sjá tekið til greina,“ segir Alma. Hún nefnir atriði í almannatryggingalöggjöfinni, til dæmis tekjutengingu við fjármagnstekjur maka og víxlverkun á greiðslum úr lífeyrissjóðum. „Það er eitthvað sem við munum koma til með að halda áfram að berjast fyrir.“ „Breyting og bylting“ Fjöldi fólks úr stjórnsýslu og opinbera kerfinu fylgdust með kynningu á nýja kerfinu í morgun. Margir töluðu um að hér væri um byltingu að ræða. „Nú er verið að meta einstaklinga út frá getu þeirra, hvað eru þeir tilbúnir og hvaða styrkleika hafa þeir? Hvar liggur áhugasviðið til þess að taka þátt á hinum almenna vinnumarkaði? Í því felst þetta, það er búið að hækka frítekjumarkið og breyta kerfinu þannig að það er mun sveigjanlegra en það var. Þetta er mikil breyting og bylting,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tekur í sama streng. „Þetta er mjög mikil breyting og mjög jákvæð breyting fyrir okkar skjólstæðinga. Að þeim bjóðist að taka þátt í lífinu og hafi fleiri úrræði.“
Vinnumarkaður Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira