„Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2025 16:34 Kristrún Frostadóttir ásamt Selenskí Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Forsetaskrifstofa Úkraínu Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein þeirra leiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem áttu fund með Selenskí í danska forsætisráðherrabústaðnum í Marienborg, skammt norðan Kaupmannahafnar, í dag. Fundurinn var boðaður með nokkuð skömmum fyrirvara en gríðarleg öryggisgæsla var á svæðinu. „Við erum annars vegar að fara yfir praktísk atriði varðandi með hvaða hætti hvert og eitt ríki í þessu bandalagi getur stutt við Úkraínu. Þetta skiptir auðvitað máli, þetta eru stór mál fyrir Ísland að við vitum að fjármagnið nýtist sem best skildi. Við förum inn í verkefni þar sem við virkilega höfum áhrif, við höfum gert það til dæmis í samstarfi við Danmörku en líka í þjálfunaraðgerðum,“ sagði Kristrún í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. „Síðan var líka verið að taka stöðuna, heyra beint frá Úkraínumönnum og frá Volódimír hver staðan er, ekki bara á vígvellinum heldur líka þessi pólitíska pressa. Vegna þess að það hefur allt of lítið gerst frá því í Alaska og það þarf að finna nýjar leiðir til þess að fá Bandaríkjamenn og síðan auðvitað Pútín að borðinu,“ segir Kristrún. Forsætisráðherra ræðir við fréttastofu eftir fundinn í danska forsætisráðherrabústaðnum í dag. Hvaða máli skiptir samstarf í þessum ríkjahóp þar og hvert er hlutverk Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar í þessum hópi? „Þessi hópur hefur verið ríkur stuðningsaðili, dyggur stuðningsaðili Úkraínu. Þrátt fyrir að þetta séu kannski ekki stór lönd, þá eru þetta samt lönd þar sem frelsi og ákveðin gildi í vestrænu lýðræði hafa viktað mjög þungt. Þannig að það að raddir þessara þjóða sé að heyrast svona hátt út af stöðunni í Úkraínu skiptir auðvitað rosa miklu máli. Við höfum auðvitað ýmislegt sem við höfum fram að færa. Þrátt fyrir að við séum herlaus, þá getum við komið með ákveðna þekkingu að borðinu. Við höfum borgaralega þekkingu og reynslu af því, og þar kemur okkar stuðningur,“ svarar Kristrún. Vill sjá Bandaríkin beita sér með beinum hætti Viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum var jafnframt meðal þess sem bar á góma, en Selenskí ítrekaði í samtali við blaðamenn í Danmörku í dag að þær þvinganir sem þegar séu til staðar séu að virka. Þær bíti þegar, en meira þurfi til til að beita Rússa enn frekari þrýstingi. Það fór vel á með Kristrúnu, Selenskí og Mette Frederiksen í myndatöku í sólinni í dag.Forsetaskrifstofa Úkraínu „Við höfum, og Ísland hefur tekið þátt í að styðja alla þá viðskiptaþvinganapakka sem hafa komið frá Evrópusambandinu. Og núna er auðvitað 19. pakkinn í vinnslu og þetta er eitthvað sem að við munum taka undir. En við vitum alveg að það þarf fleiri lönd til. Við viljum auðvitað sjá að önnur lönd eins og Bandaríkin beiti sér með beinum hætti og þetta hefur oft verið rætt, með hvaða hætti það geti átt sér stað. Það eru ákveðnar óbeinar þvinganir í gangi,“ segir Kristrún. „En ég vil líka segja, það er að eiga sér stað ákveðið rót í alþjóðamálum. Við erum að sjá ákveðin bandalög þéttast annars staðar, í Kína þessa dagana, stór fundur sem hefur átt sér stað undanfarna tvo daga, og það skiptir máli að vera í réttu bandalagi, að vera með líkt þenkjandi þjóðum og þar erum við sannarlega í dag.“ Þar vísar Kristrún til fundar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, með þeim Xi Jinpin og Vladimír Pútín, forsetum Kína og Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein þeirra leiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem áttu fund með Selenskí í danska forsætisráðherrabústaðnum í Marienborg, skammt norðan Kaupmannahafnar, í dag. Fundurinn var boðaður með nokkuð skömmum fyrirvara en gríðarleg öryggisgæsla var á svæðinu. „Við erum annars vegar að fara yfir praktísk atriði varðandi með hvaða hætti hvert og eitt ríki í þessu bandalagi getur stutt við Úkraínu. Þetta skiptir auðvitað máli, þetta eru stór mál fyrir Ísland að við vitum að fjármagnið nýtist sem best skildi. Við förum inn í verkefni þar sem við virkilega höfum áhrif, við höfum gert það til dæmis í samstarfi við Danmörku en líka í þjálfunaraðgerðum,“ sagði Kristrún í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. „Síðan var líka verið að taka stöðuna, heyra beint frá Úkraínumönnum og frá Volódimír hver staðan er, ekki bara á vígvellinum heldur líka þessi pólitíska pressa. Vegna þess að það hefur allt of lítið gerst frá því í Alaska og það þarf að finna nýjar leiðir til þess að fá Bandaríkjamenn og síðan auðvitað Pútín að borðinu,“ segir Kristrún. Forsætisráðherra ræðir við fréttastofu eftir fundinn í danska forsætisráðherrabústaðnum í dag. Hvaða máli skiptir samstarf í þessum ríkjahóp þar og hvert er hlutverk Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar í þessum hópi? „Þessi hópur hefur verið ríkur stuðningsaðili, dyggur stuðningsaðili Úkraínu. Þrátt fyrir að þetta séu kannski ekki stór lönd, þá eru þetta samt lönd þar sem frelsi og ákveðin gildi í vestrænu lýðræði hafa viktað mjög þungt. Þannig að það að raddir þessara þjóða sé að heyrast svona hátt út af stöðunni í Úkraínu skiptir auðvitað rosa miklu máli. Við höfum auðvitað ýmislegt sem við höfum fram að færa. Þrátt fyrir að við séum herlaus, þá getum við komið með ákveðna þekkingu að borðinu. Við höfum borgaralega þekkingu og reynslu af því, og þar kemur okkar stuðningur,“ svarar Kristrún. Vill sjá Bandaríkin beita sér með beinum hætti Viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum var jafnframt meðal þess sem bar á góma, en Selenskí ítrekaði í samtali við blaðamenn í Danmörku í dag að þær þvinganir sem þegar séu til staðar séu að virka. Þær bíti þegar, en meira þurfi til til að beita Rússa enn frekari þrýstingi. Það fór vel á með Kristrúnu, Selenskí og Mette Frederiksen í myndatöku í sólinni í dag.Forsetaskrifstofa Úkraínu „Við höfum, og Ísland hefur tekið þátt í að styðja alla þá viðskiptaþvinganapakka sem hafa komið frá Evrópusambandinu. Og núna er auðvitað 19. pakkinn í vinnslu og þetta er eitthvað sem að við munum taka undir. En við vitum alveg að það þarf fleiri lönd til. Við viljum auðvitað sjá að önnur lönd eins og Bandaríkin beiti sér með beinum hætti og þetta hefur oft verið rætt, með hvaða hætti það geti átt sér stað. Það eru ákveðnar óbeinar þvinganir í gangi,“ segir Kristrún. „En ég vil líka segja, það er að eiga sér stað ákveðið rót í alþjóðamálum. Við erum að sjá ákveðin bandalög þéttast annars staðar, í Kína þessa dagana, stór fundur sem hefur átt sér stað undanfarna tvo daga, og það skiptir máli að vera í réttu bandalagi, að vera með líkt þenkjandi þjóðum og þar erum við sannarlega í dag.“ Þar vísar Kristrún til fundar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, með þeim Xi Jinpin og Vladimír Pútín, forsetum Kína og Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira