„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 12:18 Fjölmennt var á Ljósanótt í fyrra. Vísir/Viktor Freyr Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“ Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“
Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31