Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 08:54 Einar Þorsteinsson segir mikilvægt að þaga ekki þegar vegið er að jaðarsettum hópum eins og hinsegin og trans börnum og ungmennum. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Sigríður gerði sérstaklega athugasemdir við orð Einars um að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, ætti ekki erindi í stjórnmál vegna orða sinna í viðtali í Kastljósi um hinsegin málefni. Þar mætti hann Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum ´78, og hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfarið. Lögregla og sérsveit gættu heimilis hans og fjölskyldu hans í fyrrinótt vegna hótana um ofbeldi í garð hans. Einar Þorsteinsson segir að ýmislegt megi segja um orð Sigríðar og Snorra. Staðan sé samt þannig að hann sé í borgarstjórn og á sveitarstjórnarstigi séu reknir skólar, félagsmiðstöðvar og því standi þau nærri þessum hópi sem rætt er um, hinsegin samfélagið og trans börn og ungmenni. Reykjavíkurborg veiti margvíslega þjónustu eins og hinsegin félagsmiðstöð sem sé sérsaklega rekin fyrir börn í samfélaginu sem sæti fordómum, hinsegin og trans börn. „Mér líður eins og þau skilji ekki um hvað þau eru að tala,“ segir Einar og að þegar Snorri, og aðrir sem deili skoðunum hans, tali um að kynin séu bara tvö og annað slíkt þá séu þau í raun að afneita tilvist þessa hóps. „Þá særir það fólk og börn og ungmenni sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir Einar. Leika sér að því að særa fram tröllin Þau séu beitt ofbeldi og áreitni og verði fyrir fordómum. Það sé gelt á þau og kallað að þeim ókvæðisorðum. Teknar myndir og gengið í burtu hlæjandi og þau jafnvel beitt ofbeldi. Þess vegna sé hinsegin félagsmiðstöðin mikilvæg og það sé hreinlega verið að bjarga mannslífum þarna. „Maður getur ekki staðið hjá og þagað þegar þingmaður eins og Snorri, og ég ætla ekki að gera honum upp þá skoðun, að hann hatist við einn eða neinn. En þegar menn gera sér það að pólitískum leik að særa fram tröllin eins og við höfum sé í umræðunni undanfarna daga. Þar sem ljótleikinn vellur yfir samfélagsmiðlana og öfgarnar brjótast fram, það vekur ótta hjá þeim hópi.“ Einar segir að í kjölfar svona þáttar fari líklega umræða fram á hverju heimili þar sem foreldrar ræða saman og börn hlusta. Þannig fari hún inn í skólana og birtist gagnvart barni sem er að reyna að lifa sínu lífi. Einar segir að vegna þess að þessi þjónusta er rekin í Reykjavík hafi honum þótt við hæfi við þetta tilefni að tala beint við þennan hóp barna, ungmenna og fólks og segja þeim að það séu ekki fordómar í borgarstjórn, þau virði þeirra réttindi og þau muni halda áfram að veita þeim þjónustu. Hvað varðar orð hans um að þeir sem séu haldnir fordómum skilji ekki verkefnið og eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun segir Einar að hann standi við það. Snorri hafi birst honum sem fordómafullur í viðtalinu og framkoma hans, að taka sífellt fram í fyrir Þorbjörgu og leyfa henni ekki að komast að, hafi birst honum sem fautaskapur. Snorri sagði í færslu í gær að hann tæki til sín gagnrýni hvað varðar framíköll og að hann ætlaði að reyna að losa sig við þennan ósið fyrir þrítugt, árið 2027. Lilja Katrín Gunnarsdóttir þáttastjórnandi sagði Snorra eiga marga stuðningsmenn ef marga megi umræðu á samfélagsmiðlum og hann sé því fulltrúi einhvers hóps. Það sé því kannski erfitt að halda því fram að hann eigi ekki erindi í stjórnmál. Einar segir að ef þetta sjónarmið ætti við væri allt eins hægt að spyrja hvort rasistar ættu ekki eiga að sinn talsmann. Hann sé ekki þeirrar skoðunar að slíkar skoðanir eigi heima í stjórnmálum. Hann sé frekar þeirrar skoðunar að fólk eigi að elska náunga sinn eins og talað er um í Biblíunni. Hann sé ekki mikill Biblíumaður en hann hafi tileinkað sér þessi orð og mæli með því að aðrir geri það líka. Hinsegin Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum Málefni trans fólks Bítið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Sigríður gerði sérstaklega athugasemdir við orð Einars um að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, ætti ekki erindi í stjórnmál vegna orða sinna í viðtali í Kastljósi um hinsegin málefni. Þar mætti hann Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum ´78, og hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfarið. Lögregla og sérsveit gættu heimilis hans og fjölskyldu hans í fyrrinótt vegna hótana um ofbeldi í garð hans. Einar Þorsteinsson segir að ýmislegt megi segja um orð Sigríðar og Snorra. Staðan sé samt þannig að hann sé í borgarstjórn og á sveitarstjórnarstigi séu reknir skólar, félagsmiðstöðvar og því standi þau nærri þessum hópi sem rætt er um, hinsegin samfélagið og trans börn og ungmenni. Reykjavíkurborg veiti margvíslega þjónustu eins og hinsegin félagsmiðstöð sem sé sérsaklega rekin fyrir börn í samfélaginu sem sæti fordómum, hinsegin og trans börn. „Mér líður eins og þau skilji ekki um hvað þau eru að tala,“ segir Einar og að þegar Snorri, og aðrir sem deili skoðunum hans, tali um að kynin séu bara tvö og annað slíkt þá séu þau í raun að afneita tilvist þessa hóps. „Þá særir það fólk og börn og ungmenni sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir Einar. Leika sér að því að særa fram tröllin Þau séu beitt ofbeldi og áreitni og verði fyrir fordómum. Það sé gelt á þau og kallað að þeim ókvæðisorðum. Teknar myndir og gengið í burtu hlæjandi og þau jafnvel beitt ofbeldi. Þess vegna sé hinsegin félagsmiðstöðin mikilvæg og það sé hreinlega verið að bjarga mannslífum þarna. „Maður getur ekki staðið hjá og þagað þegar þingmaður eins og Snorri, og ég ætla ekki að gera honum upp þá skoðun, að hann hatist við einn eða neinn. En þegar menn gera sér það að pólitískum leik að særa fram tröllin eins og við höfum sé í umræðunni undanfarna daga. Þar sem ljótleikinn vellur yfir samfélagsmiðlana og öfgarnar brjótast fram, það vekur ótta hjá þeim hópi.“ Einar segir að í kjölfar svona þáttar fari líklega umræða fram á hverju heimili þar sem foreldrar ræða saman og börn hlusta. Þannig fari hún inn í skólana og birtist gagnvart barni sem er að reyna að lifa sínu lífi. Einar segir að vegna þess að þessi þjónusta er rekin í Reykjavík hafi honum þótt við hæfi við þetta tilefni að tala beint við þennan hóp barna, ungmenna og fólks og segja þeim að það séu ekki fordómar í borgarstjórn, þau virði þeirra réttindi og þau muni halda áfram að veita þeim þjónustu. Hvað varðar orð hans um að þeir sem séu haldnir fordómum skilji ekki verkefnið og eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun segir Einar að hann standi við það. Snorri hafi birst honum sem fordómafullur í viðtalinu og framkoma hans, að taka sífellt fram í fyrir Þorbjörgu og leyfa henni ekki að komast að, hafi birst honum sem fautaskapur. Snorri sagði í færslu í gær að hann tæki til sín gagnrýni hvað varðar framíköll og að hann ætlaði að reyna að losa sig við þennan ósið fyrir þrítugt, árið 2027. Lilja Katrín Gunnarsdóttir þáttastjórnandi sagði Snorra eiga marga stuðningsmenn ef marga megi umræðu á samfélagsmiðlum og hann sé því fulltrúi einhvers hóps. Það sé því kannski erfitt að halda því fram að hann eigi ekki erindi í stjórnmál. Einar segir að ef þetta sjónarmið ætti við væri allt eins hægt að spyrja hvort rasistar ættu ekki eiga að sinn talsmann. Hann sé ekki þeirrar skoðunar að slíkar skoðanir eigi heima í stjórnmálum. Hann sé frekar þeirrar skoðunar að fólk eigi að elska náunga sinn eins og talað er um í Biblíunni. Hann sé ekki mikill Biblíumaður en hann hafi tileinkað sér þessi orð og mæli með því að aðrir geri það líka.
Hinsegin Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum Málefni trans fólks Bítið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent