Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 16:59 Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins telur tilefni til að rannsaka meint undirboð kísilmálms í kjölfar kæru PCC. Samsett Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Málið hófst 8. apríl þegar forsvarsmenn kísilversins PCC BakkaSilicon á Húsavík lögðu fram formlega kæru til fjármálaráðuneytisins og fóru fram á að umboðs- og jöfnunartollar yrðu lagðir á innfluttan kísilmálm. RÚV greindi fyrst frá fyrirhugaðri rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var nefndin skipuð í maí og fyrsti fundur hennar haldinn 16. maí. Þar var farið yfir niðurstöðuna og óskað eftir nánari upplýsingum frá PPC. Nefndin fundaði aftur þann 26. júní eftir að upplýsingar bárust og aftur þann 1. júlí. Vegna sumarleyfa var ákveðið að taka formlega ákvörðun á næsta fundi nefndarinnar, sem var haldinn þann 18. ágúst. Talið var að sönnunargögn sem fylgdu umsögn PPC réttlættu rannsóknina. Rannsóknin má einungis taka eitt ár frá því hún efst og lýkur henni með annað hvort frávísun eða endanlegri ákvörðun. Hins vegar þarf að ganga frá mörgum lausum endum áður en hægt er að formlega hefja rannsóknina en stefnt er á að hún hefjist í lok september. Í svörum fjármálaráðuneytisins segir að forsvarsmenn PCC hafi verið upplýstir um gang mála jafnóðum og fundað hafi verið með lögmönnum þess. Er fréttastofa hafði samband við Kára Marí Guðmundsson, forstjóra PCC, kom hann af fjöllum og vissi ekki að ráðuneytið hygðist framkvæma slíka rannsókn. Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin um stöðvun rekstursins var vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Greindi ekki frá rannsókninni tveimur vikum eftir ákvörðunina Þriðjudaginn 2. september ræddi Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Sýnar, við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra sem sagði kæruna enn í skoðun hjá ráðuneytinu, þrátt fyrir að nefndin hafi tekið ákvörðun rúmum tveimur vikum áður. „Ég geri ráð fyrir að um leið og við getum muni niðurstaða liggja fyrir,“ sagði Daði. „Þetta eru mjög umfangsmiklar kærur og svona kærur eru óvanalegar og krefjast mikils samráðs milli ráðuneyta. Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að hún kom svolítið seint fram en við reynum að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“ Hann sagði að það lægi ekki fyrir hvort tollar yrðu settir á innfluttan kísil og færi það eftir hver niðurstaða kærunnar yrði. „Við munum taka afstöðu til þeirra og þess efnis um leið og hún liggur fyrir.“ Stóriðja Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2. september 2025 07:21 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Málið hófst 8. apríl þegar forsvarsmenn kísilversins PCC BakkaSilicon á Húsavík lögðu fram formlega kæru til fjármálaráðuneytisins og fóru fram á að umboðs- og jöfnunartollar yrðu lagðir á innfluttan kísilmálm. RÚV greindi fyrst frá fyrirhugaðri rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var nefndin skipuð í maí og fyrsti fundur hennar haldinn 16. maí. Þar var farið yfir niðurstöðuna og óskað eftir nánari upplýsingum frá PPC. Nefndin fundaði aftur þann 26. júní eftir að upplýsingar bárust og aftur þann 1. júlí. Vegna sumarleyfa var ákveðið að taka formlega ákvörðun á næsta fundi nefndarinnar, sem var haldinn þann 18. ágúst. Talið var að sönnunargögn sem fylgdu umsögn PPC réttlættu rannsóknina. Rannsóknin má einungis taka eitt ár frá því hún efst og lýkur henni með annað hvort frávísun eða endanlegri ákvörðun. Hins vegar þarf að ganga frá mörgum lausum endum áður en hægt er að formlega hefja rannsóknina en stefnt er á að hún hefjist í lok september. Í svörum fjármálaráðuneytisins segir að forsvarsmenn PCC hafi verið upplýstir um gang mála jafnóðum og fundað hafi verið með lögmönnum þess. Er fréttastofa hafði samband við Kára Marí Guðmundsson, forstjóra PCC, kom hann af fjöllum og vissi ekki að ráðuneytið hygðist framkvæma slíka rannsókn. Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin um stöðvun rekstursins var vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Greindi ekki frá rannsókninni tveimur vikum eftir ákvörðunina Þriðjudaginn 2. september ræddi Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Sýnar, við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra sem sagði kæruna enn í skoðun hjá ráðuneytinu, þrátt fyrir að nefndin hafi tekið ákvörðun rúmum tveimur vikum áður. „Ég geri ráð fyrir að um leið og við getum muni niðurstaða liggja fyrir,“ sagði Daði. „Þetta eru mjög umfangsmiklar kærur og svona kærur eru óvanalegar og krefjast mikils samráðs milli ráðuneyta. Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að hún kom svolítið seint fram en við reynum að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“ Hann sagði að það lægi ekki fyrir hvort tollar yrðu settir á innfluttan kísil og færi það eftir hver niðurstaða kærunnar yrði. „Við munum taka afstöðu til þeirra og þess efnis um leið og hún liggur fyrir.“
Stóriðja Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2. september 2025 07:21 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2. september 2025 07:21
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40