Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 10:29 FJörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni sem rakst á fólksbíl og lenti utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustir í desember árið 2017. Tveir ferðamannanna létust og tugir slösuðust. Ökumaður rútunnar var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Ferðaskrifstofan Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company krafði TM um 64 milljónir króna vegna bótanna sem kínverskur dómstóll dæmdi hana til þess að græða foreldrum tveggja farþega sem létust þegar rúta sem skrifstofan leigði lenti í árekstri við fólksbíl og hafnaði utan vegar utan við Kirkjubæjarklaustur árið 2017. Fyrirtækið leigði rútu á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM undir skipulagða ferð með kínverska ferðamenn. Ökumaður rútunnar var sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Auk þeirra tveggja sem létust slösuðust 32 ferðalanganna. Þeir látnu voru 21 árs og 29 ára gamlir. Byggði fyrirtækið á því að með dómnum í Kína hefði það eignast kröfu foreldranna á hendur íslenska tryggingafélaginu. Landsréttur hafnaði því að viðurkenna bótakröfu kínversku ferðaskrifstofunnar á hendur TM í júní. Almennt hefðu erlendir dómar ekki réttaráhrif á Íslandi en sérstaklega ekki þar sem TM hefði ekki gefist kostur á að grípa til varna við meðferð málsins ytra. Taldi málið hafa mikið fordæmisgildi, hæstiréttur ekki Þegar ferðaskrifstofan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vísaði það meðal annars til þess að málið hefði verulegt fordæmisgildi um hvernig erlendur aðili sem á grundvelli samnings ber hlutlæga ábyrgð gagnvart erlendum tjónþola vegna líkams- og munatjóns á Íslandi gæti krafið íslenskan tjónvald um skaðabætur fyrir íslenskum dómstólum. Hæstiréttur gaf lítið fyrir það. Hann taldi úrslit málsins hvorki hafa verulegt almennt gildi né varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni kínverska fyrirtækisins. Ekki væri heldur séð að meðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Tryggingar Kína Ferðaþjónusta Samgönguslys Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira