Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 11:57 Þorgerður Katrín segir bókun 35 verða afgreidda á komandi þingvetri. Vísir/Anton Brink Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. Þær Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynntu þingmálaskrá komandi þingvetrar í morgun. Þingmálaskráin er yfirlit yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær málunum verður útbýtt til þingsins. Þingmálaskráin er ákveðið viðmið um við hverju megi búast frá ríkisstjórninni, en ekki er óvanalegt að önnur mál líti dagsins ljós og sjaldgæft er að öll séu þau afgreidd. Jafnan er þingmálaskráin endurskoðuð áður en þing kemur saman aftur að loknu jólafríi. Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ eru meðal þeirra 157 þingmála sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir á 157. löggjafarþingi 2025-2026, sem hefst í dag. Einnig meðal þingmála er frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið um bókun 35 við EES-samninginn. Í þingmálaskránni segir að með frumvarpinu sé ætlunin að gera nauðsynlegar breytingar til þess að bæta innleiðingu bókunar 35 við EES-samninginn og tryggja fulla virkni hans hér á landi í þágu einstaklinga og lögaðila. Málið er á dagskrá strax í september. Málþóf um málið í gegnum tíðina Formennirnir sátu fyrir svörum að lokinni kynningunni og voru meðal annars spurðir út í bókun 35. Það var Andrés Magnússon á Morgunblaðinu sem spurði hvernig málinu yrði háttað og benti á að málið hefði ekki verið vandræðalaust á síðasta þingi. Þar hefur hann lög að mæla enda var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst yfir megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Þá tóku þingmenn Sjálfstæðisflokks þátt í umræðunni, þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi í gegnum tíðina verið fylgjandi bókun 35, þegar þeir sátu í ríkisstjórn. Svo fór að ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi. Alveg skýrt að málið verði klárað „Það er alveg skýrt, við ætlum að klára bókun 35. Ég held, ekki síst í ljósi stöðunnar í heimsmálunum, hvert bæði Evrópa og ESB eru að fara, að við stöndum með þessum mikilvæga milliríkjasamningi eða samningi okkar við ESB. Þetta er eitthvað sem er ítrekað á hverjum einasta fundi, meðal annars með atvinnulífinu, að við megum ekki sýna veikan hlekk þegar kemur að því að standa með EES-samningnum. Þannig að já, það er alveg skýrt hjá þessari ríkisstjórn að við munum klára málið,“ sagði Þorgerður Katrín. Þá sagði hún að ríkisstjórnin væri meðvituð um að tiltekinn flokkur á þingi sem hefði gert út á málþóf vegna bókunar 35. Þar vísaði hún til Miðflokksins. Risastórt neytendamál Kristrún greip orðið og sagði bókun 35 vera risastórt neytendamál. Oft hefði það verið rammað inn sem einfalt kerfismál en stórir dómar hefði fallið undanfarið sem sýni að miklu máli fyrir neytendur í landinu að málið verði klárað á þinginu sem hefst í dag. Undir lok fundar voru ráðherrarnir spurðir hvort að til greina kæmi að beita 71. grein þingskapalaga á komandi þingvetri, líkt og gert var á þeim síðasta. Þá beitti Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseta ákvæðinu, sem kallað hefur verið „kjarnorkuákvæðið“ á umræður um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún. Stjórnskipun landsins hefði aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið yrði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætluðu að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, yrði málefnaleg á komandi þingvetri. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svaraði Kristrún. Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. 9. september 2025 11:33 Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. 12. júlí 2025 13:17 Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. 12. júlí 2025 10:01 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þær Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynntu þingmálaskrá komandi þingvetrar í morgun. Þingmálaskráin er yfirlit yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær málunum verður útbýtt til þingsins. Þingmálaskráin er ákveðið viðmið um við hverju megi búast frá ríkisstjórninni, en ekki er óvanalegt að önnur mál líti dagsins ljós og sjaldgæft er að öll séu þau afgreidd. Jafnan er þingmálaskráin endurskoðuð áður en þing kemur saman aftur að loknu jólafríi. Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ eru meðal þeirra 157 þingmála sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir á 157. löggjafarþingi 2025-2026, sem hefst í dag. Einnig meðal þingmála er frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið um bókun 35 við EES-samninginn. Í þingmálaskránni segir að með frumvarpinu sé ætlunin að gera nauðsynlegar breytingar til þess að bæta innleiðingu bókunar 35 við EES-samninginn og tryggja fulla virkni hans hér á landi í þágu einstaklinga og lögaðila. Málið er á dagskrá strax í september. Málþóf um málið í gegnum tíðina Formennirnir sátu fyrir svörum að lokinni kynningunni og voru meðal annars spurðir út í bókun 35. Það var Andrés Magnússon á Morgunblaðinu sem spurði hvernig málinu yrði háttað og benti á að málið hefði ekki verið vandræðalaust á síðasta þingi. Þar hefur hann lög að mæla enda var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst yfir megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Þá tóku þingmenn Sjálfstæðisflokks þátt í umræðunni, þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi í gegnum tíðina verið fylgjandi bókun 35, þegar þeir sátu í ríkisstjórn. Svo fór að ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi. Alveg skýrt að málið verði klárað „Það er alveg skýrt, við ætlum að klára bókun 35. Ég held, ekki síst í ljósi stöðunnar í heimsmálunum, hvert bæði Evrópa og ESB eru að fara, að við stöndum með þessum mikilvæga milliríkjasamningi eða samningi okkar við ESB. Þetta er eitthvað sem er ítrekað á hverjum einasta fundi, meðal annars með atvinnulífinu, að við megum ekki sýna veikan hlekk þegar kemur að því að standa með EES-samningnum. Þannig að já, það er alveg skýrt hjá þessari ríkisstjórn að við munum klára málið,“ sagði Þorgerður Katrín. Þá sagði hún að ríkisstjórnin væri meðvituð um að tiltekinn flokkur á þingi sem hefði gert út á málþóf vegna bókunar 35. Þar vísaði hún til Miðflokksins. Risastórt neytendamál Kristrún greip orðið og sagði bókun 35 vera risastórt neytendamál. Oft hefði það verið rammað inn sem einfalt kerfismál en stórir dómar hefði fallið undanfarið sem sýni að miklu máli fyrir neytendur í landinu að málið verði klárað á þinginu sem hefst í dag. Undir lok fundar voru ráðherrarnir spurðir hvort að til greina kæmi að beita 71. grein þingskapalaga á komandi þingvetri, líkt og gert var á þeim síðasta. Þá beitti Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseta ákvæðinu, sem kallað hefur verið „kjarnorkuákvæðið“ á umræður um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún. Stjórnskipun landsins hefði aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið yrði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætluðu að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, yrði málefnaleg á komandi þingvetri. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svaraði Kristrún.
Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. 9. september 2025 11:33 Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. 12. júlí 2025 13:17 Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. 12. júlí 2025 10:01 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. 9. september 2025 11:33
Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. 12. júlí 2025 13:17
Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. 12. júlí 2025 10:01
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent