Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 9. september 2025 14:03 Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Orkumál Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun