Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 14:00 Hjólreiðamenn hafa hótað því að hætta keppni. Tim de Waele/Getty Images Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag. Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sjá meira
Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag.
Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sjá meira