Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar 13. september 2025 16:01 Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun