Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. september 2025 08:46 Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar