Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 18. september 2025 13:32 Það er margt sem við vitum öll en verður ekki endilega rétt fyrr en einhver segir það upphátt. Við venjumst hlutum hraðar en við gerum okkur grein fyrir. Það sem eitt sinn var óhugsandi getur smám saman orðið hluti af daglegu lífi. Það gerist ekki vegna þess að það öðlist nýtt siðferðilegt gildi heldur vegna þess að við hættum að efast. Nýlegt dæmi sem vekur athygli er ákvörðunin um að taka spjallþátti Jimmy Kimmelaf dagskrá í Bandaríkjunum til óákveðins tíma. Kimmel hafði vakið deilur með því að benda á hvernig pólitísk öfl nýttu sér ofbeldisverk, morðið á Charlie Kirk, til að afla sér fylgis í stað þess að sýna samúð. Engin lög voru brotin og ekkert formlegt bann sett. Niðurstaðan varð engu að síður sú að gagnrýnin rödd hvarf úr opinberri umræðu. Þetta er sú staða sem málfrelsi á að verja gegn. Raddir sem ögra eiga að fá að heyrast óháð því hvort þær henta valdhöfum. Við getum séð svipað mynstur í íslenskri umræðu, þó aðstæðurnar séu aðrar. Kastljós-viðtalið við Snorra Másson minnti á hve fljótt samtal getur fjarlægst kjarnann. Snorri setti fram skoðanir um þróun hinsegin hreyfingar og sagði mikilvægt að ræða þær opinberlega. Hann taldi jafnframt að hörð viðbrögð við orðum sínum væru merki um að málfrelsi væri undir pressu. Umræðan sem átti að fjalla um réttindi og samfélagsbreytingar breyttist í ágreining um það hvort gagnrýni sjálf væri tilraun til þöggunar. Spurningin sem stendur eftir er einföld en krefjandi. Hvað er málfrelsi í raun? Það er ekki aðeins réttur til að segja vinsælar skoðanir eða orð sem flestir vilja heyra. Það er réttur til að mæta mótrökum, þola óþægindi og viðurkenna að aðrir megi svara af jafn mikilli festu. Gagnrýni á gagnrýni er ekki þöggun. Hún er einmitt það sem heldur lýðræðislegu samtali lifandi. Hættan skapast þegar þessi einföldu sannindi gleymast. Ef hugtakið málfrelsi er notað sem skjól til að forðast að svara spurningum eða sem vopn til að stilla gagnrýni upp sem brot á frelsi verður það tæki í valdabaráttu í stað þess að vera sameiginlegur grunnur opins samfélags. Þetta á við hvort sem valdið liggur hjá stjórnvöldum, fjölmiðlafyrirtækjum eða áhrifamiklum einstaklingum. Við viljum standa vörð um lýðræðið og því verðum við að verja rétt annarra til að segja hluti sem við viljum ekki heyra og viðurkenna skyldu okkar til að mæta gagnrýni með rökum. Að gera minna er að grafa undan þeirri undirstöðu sem heldur samfélaginu opnu. Málfrelsi er ekki verðlaun fyrir þá sem tala fallega heldur lifandi varnarlína fyrir samfélag sem vill vera frjálst. Það krefst þess að við sýnum þolgæði þegar gagnrýnin beinist að okkur sjálfum og jafnvel þegar hún ögrar því sem við teljum sjálfsagt. Það er margt sem við vitum öll en verður ekki endilega rétt fyrr en einhver segir það upphátt. Í hvert sinn sem samfélag stendur frammi fyrir nýjum sannleika endurtekur sagan sig. Þá kemur augnablikið þegar einhver hefur hugrekki til að segja að keisarinn sé ekki í neinum fötum og aðrir finna kjark til að viðurkenna hið augljósa. Slík augnablik halda lýðræðinu lifandi. Málfrelsi er þessi samningur. Það er loforð um að röddin sem þorir að segja hið augljósa fái að heyrast og að við hin látum ekki óþægindin leiða okkur til þagnar. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Það er margt sem við vitum öll en verður ekki endilega rétt fyrr en einhver segir það upphátt. Við venjumst hlutum hraðar en við gerum okkur grein fyrir. Það sem eitt sinn var óhugsandi getur smám saman orðið hluti af daglegu lífi. Það gerist ekki vegna þess að það öðlist nýtt siðferðilegt gildi heldur vegna þess að við hættum að efast. Nýlegt dæmi sem vekur athygli er ákvörðunin um að taka spjallþátti Jimmy Kimmelaf dagskrá í Bandaríkjunum til óákveðins tíma. Kimmel hafði vakið deilur með því að benda á hvernig pólitísk öfl nýttu sér ofbeldisverk, morðið á Charlie Kirk, til að afla sér fylgis í stað þess að sýna samúð. Engin lög voru brotin og ekkert formlegt bann sett. Niðurstaðan varð engu að síður sú að gagnrýnin rödd hvarf úr opinberri umræðu. Þetta er sú staða sem málfrelsi á að verja gegn. Raddir sem ögra eiga að fá að heyrast óháð því hvort þær henta valdhöfum. Við getum séð svipað mynstur í íslenskri umræðu, þó aðstæðurnar séu aðrar. Kastljós-viðtalið við Snorra Másson minnti á hve fljótt samtal getur fjarlægst kjarnann. Snorri setti fram skoðanir um þróun hinsegin hreyfingar og sagði mikilvægt að ræða þær opinberlega. Hann taldi jafnframt að hörð viðbrögð við orðum sínum væru merki um að málfrelsi væri undir pressu. Umræðan sem átti að fjalla um réttindi og samfélagsbreytingar breyttist í ágreining um það hvort gagnrýni sjálf væri tilraun til þöggunar. Spurningin sem stendur eftir er einföld en krefjandi. Hvað er málfrelsi í raun? Það er ekki aðeins réttur til að segja vinsælar skoðanir eða orð sem flestir vilja heyra. Það er réttur til að mæta mótrökum, þola óþægindi og viðurkenna að aðrir megi svara af jafn mikilli festu. Gagnrýni á gagnrýni er ekki þöggun. Hún er einmitt það sem heldur lýðræðislegu samtali lifandi. Hættan skapast þegar þessi einföldu sannindi gleymast. Ef hugtakið málfrelsi er notað sem skjól til að forðast að svara spurningum eða sem vopn til að stilla gagnrýni upp sem brot á frelsi verður það tæki í valdabaráttu í stað þess að vera sameiginlegur grunnur opins samfélags. Þetta á við hvort sem valdið liggur hjá stjórnvöldum, fjölmiðlafyrirtækjum eða áhrifamiklum einstaklingum. Við viljum standa vörð um lýðræðið og því verðum við að verja rétt annarra til að segja hluti sem við viljum ekki heyra og viðurkenna skyldu okkar til að mæta gagnrýni með rökum. Að gera minna er að grafa undan þeirri undirstöðu sem heldur samfélaginu opnu. Málfrelsi er ekki verðlaun fyrir þá sem tala fallega heldur lifandi varnarlína fyrir samfélag sem vill vera frjálst. Það krefst þess að við sýnum þolgæði þegar gagnrýnin beinist að okkur sjálfum og jafnvel þegar hún ögrar því sem við teljum sjálfsagt. Það er margt sem við vitum öll en verður ekki endilega rétt fyrr en einhver segir það upphátt. Í hvert sinn sem samfélag stendur frammi fyrir nýjum sannleika endurtekur sagan sig. Þá kemur augnablikið þegar einhver hefur hugrekki til að segja að keisarinn sé ekki í neinum fötum og aðrir finna kjark til að viðurkenna hið augljósa. Slík augnablik halda lýðræðinu lifandi. Málfrelsi er þessi samningur. Það er loforð um að röddin sem þorir að segja hið augljósa fái að heyrast og að við hin látum ekki óþægindin leiða okkur til þagnar. Höfundur er háskólanemi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun