Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 18. september 2025 19:03 Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar