Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2025 10:00 Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun