Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir og Valdimar Gylfason skrifa 20. september 2025 16:02 Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun