Viðskipti erlent

Murdoch-feðgar verði meðal kaup­enda TikTok

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Feðgarnir Rupert Lachlan Murdoch verða að öllum líkindum í hópi þeirra fjárfesta sem hyggjast taka þátt í kapunum á bandaríska armi samfélagsmiðlarisans TikTok að sögn Bandaríkjaforseta.
Feðgarnir Rupert Lachlan Murdoch verða að öllum líkindum í hópi þeirra fjárfesta sem hyggjast taka þátt í kapunum á bandaríska armi samfélagsmiðlarisans TikTok að sögn Bandaríkjaforseta. Getty/Drew Angerer

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum.

Í viðtali við Fox News í gær sagði forsetinn að feðgarnir yrðu að öllum líkindum á meðal fjárfesta auk Larry Ellison, stjórnarformanni tæknifyrirtækisins Oracle, og Michael Dell, stofnanda tæknirisans Dell. „Ég held þeir muni standa sig mjög vel,“ sagði Trump í viðtalinu.

Trump átti símafund með Xi Kínaforseta fyrr í vikunni og sagði í framhaldinu að samningur um breytt eignarhald á TikTok sem myndi tryggja áframhaldandi starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hafði áður greint frá því að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð TikTok í Bandaríkjunum.

Í apríl í fyrra var samþykkt löggjöf í Bandaríkjunum sem felur í sér bann gegn samfélagsmiðlinum nema að kínverska móðurfyrirtækið ByteDance selji bandaríska hluta starfseminnar til þarlendra fjárfesta. Banninu hefur enn ekki verið fylgt eftir þar sem samningaviðræður um kaupin standa yfir.

Sjá einnig: Út­valdi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins

Lachlan Murdoch var nýverið útnefndur sem arftaki Fox Corp og News Corps sem tilheyrir fjölmiðlaveldi Murdoch-fjölskyldunnar, og lauk þar með langvarandi deilum meðal Lachlan og systkina hans um hver muni taka við stjórnartaumunum af föður þeirra Rupert. Í framhaldi af ummælum forsetans hafa fjölmiðlar í bandaríkjunum greint frá því að Murdoch muni ekki fjárfesta persónulega í TikTok, heldur í gegnum Fox Corp að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið.

Meðal þekktra fjölmiðla innan samsteypunnar eru Wall Street Journal og Fox News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×