Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar 23. september 2025 15:31 Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Rafhlaupahjól Slysavarnir Mest lesið Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun