Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2025 18:58 Haraldur Ingi Þorleifsson segir biðina eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð geta reynst aðstandendum erfið. Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir. NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“ Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
NPA er lögbundin þjónusta fyrir fatlað fólk sem sveitarfélög eiga að veita og hefur verið í boði á Íslandi frá árinu 2012. Það var mikið baráttumál að hún yrði að veruleika og fötluðu fólki gert kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að fatlað fólk ráði því hvar það búi og hvernig og hver veiti því aðstoð. Þrátt fyrir að þjónustan sé í boði er hún langt því frá aðgengileg öllum. Í dag bíða til að mynda til hátt í þrjátíu manns eftir þjónustunni í Reykjavík og hafa sumir þeirra beðið í allt að sjö ár. Aðstandendur brotna undan álaginu Einn þeirra sem er á biðlistanum er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson sem komst að því þegar hann fór að skoða málið að það væri flókið að fá þjónustuna. „Ég fór í smá leiðangur fyrir rúmlega ári síðan. Þá fór ég að reyna að skilja hvernig þetta ferli virkaði og ég komast að því að það er eiginlega ekkert ferli. Það er verið að reyna að ýta fólki frá því að vera að sækja um vegna þess að sveitarfélögin eru ekki með fjármagn. Þegar þetta fór yfir til sveitarfélaganna þá fylgdi ekki fjármagnið sem þurfti og þau eru öll í raun og veru að reyna að forðast það að fólk fari á þessa biðlista af því að þessir biðlistar eru bara að lengjast og þau er ekki að ná að klára að uppfylla þessar lagalegu skyldur.“ Hann hefur nú verið á biðlistanum í eitt ár og fengið þau svör að hann þurfi líklega að bíða í fjögur ár til viðbótar. Hann segir aðstandendur þeirra sem bíða eftir þjónustu setta í erfiða stöðu. „Það sem hefur gerst hjá mjög mörgum er að fólk hefur verið sett í þá stöðu að sinna aðstandendum eða þá að gefast upp á þeim og fólk sem er þá sett í þá stöðu að fórna sér fyrir þá sem þá elskar og oft endar þetta fólk sjálft með örorku af því það algjörlega brotnar.“ Dæmi eru um að fólk hafi látist meðan það er á biðlista eftir þjónustunni og skorar Haraldur Ingi á stjórnvöld að bregðast við. „Inga Sæland er náttúrulega ráðherra þessa máls og hún ætti með réttu að taka þetta upp og fara í slaginn um að fá þennan pening til að fullfjármagna og klára þessa biðlista. Þannig að fólk sem þarf þessa þjónustu fái hana áður en það deyr.“
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48 Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
NPA miðstöðin 15 ára Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. 16. júní 2025 10:48
Upplifir lífið eins og stofufangelsi Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu. 7. mars 2025 19:38
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03