Lagning gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 13:58 Lagning hefur boðið ferðalöngum upp á að geyma bílana þeirra og jafnvel hreinsa þá og bóna á meðan fólk dvelur erlendis. Vísir/Vilhelm Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. „Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira