„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. september 2025 07:01 Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor, egir framleiðslu rafmagns síðustu vikna með sólarorkukerfum Alor jafnast á við ársnotkun sex meðalheimila. Þótt veðrið á Íslandi sé kaldara en víða og margir dimmir mánuðir, felast líka tækifæri í íslenska veðrinu fyrir sólarsellurnar. Vísir/Anton Brink „Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor. Svarið við spurningunni er: Þessir aðilar framleiða allir sólarorku með kerfum frá Alor. „Framleiðsla rafmagns síðustu vikna með sólarorkukerfunum okkar jafnast á við ársnotkun sex meðalheimila á Íslandi. Og með hækkandi raforkuverði og raforkuskorti, skiptir þetta miklu máli.“ Því þótt heimilin séu enn sem komið er ekki markhópur Alor, segir Linda að í raun létti það á kerfinu í heild sinni, þegar opinberir aðilar eða aðrir, til dæmis gagnaver, framleiðslufyrirtæki, bændur og stórnotendur á rafmagni, framleiða hluta rafmagns sjálfir með sólarorku. „Því þá nota þeir auðvitað minna úr þessum sameiginlega potti,“ útskýrir Linda og bætir við: „Mér finnst það líka vera að aukast að fyrirtæki séu að hafa samband við okkur vegna þess að þau vilja verða sjálfbærari. Líta á rafmagnsframleiðslu sem hluta af sinni samfélagslegu ábyrgð.“ Íslenska veðrið og tækifærin Það er ekki hægt annað en að brosa út í annað, þegar Linda lýsir því að hafa alist upp við heitavatnskút og takmarkað heitt vatn. Það var á sveitabæ í Skagafirði þar sem hún ólst upp. En Linda segir fjölskylduna einmitt hafa framleitt sitt eigið rafmagn með smávirkjun, því það var ekkert annað rafmagn á bænum sem var líka án hitaveitu. „Ég varð því fljótt meðvituð um mikilvægi rafmagns og hvaða áhrif það hafði þegar hitadunkurinn tæmdist þegar ég var síðust í sturtu á jólunum,“ segir Linda og hlær. En þótt framleiðsla með sólarorku sé orðin nokkuð þekkt víða erlendis, til dæmis í heitari löndum, liggur beinast við að spyrja; Hversu auðvelt er það að framleiða rafmagn í einhverjum mæli með sólarorku á Íslandi? Linda segir þetta eðlilega spurningu. „Fyrir það fyrsta skal það tekið fram að mjög mikil þróun hefur orðið á þeim búnaði og kerfum sem notuð eru fyrir sólarorkuframleiðslu.“ Nýsköpun Alor felist í raun í því að ná sem bestri og hagstæðustu framleiðslu á rafmagni, miðað við þau birtuskilyrði og veðurfar sem á Íslandi er auk bættrar orkunýtni. Sem Linda segir alveg fela í sér ýmsa kosti líka. „Sem dæmi má nefna að sólarsellum líður í raun betur í kulda en hita. Framleiðslan er meiri en í miklum hita.“ Það hafa dæmin sýnt frá svæðum sem líkja má við Ísland. Til dæmis í Norður Noregi þar sem nokkuð er um að rafmagn er framleitt með sólarorku. Og jafnvel á Svalbarða. „Við fáum líka endurvarp frá snjónum og það hjálpar. En auðvitað dylst engum að yfir dimmustu mánuðina, er framleiðslugetan ekki mjög mikil.“ Á sumrin snýst staðan hins vegar við. Því yfir björtustu sumarvikurnar hefur framleiðslan verið i gangi í allt að 20 klukkustundir á sólarhring.“ Geri aðrir betur! Meðstofnendurnir Linda og Dr.Rúnar Unnþórsson, tæknistjóri Alor og prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Til viðbótar við sólarorkustöðvarnar vinnur Alor að því þróunarverkefni að gefa rafbíla-rafhlöðum framhaldslíf.Vísir/Anton Brink Ragmagnskostnaður hækkar Um þessar mundir er Alor að vinna í því að setja upp sitt fimmta sólarorkuver. „Við horfum sérstaklega til svokallaðra kaldra svæða á Íslandi. Þar sem ýmiss starfsemi fyrirtækja, stofnana eða hjá bændum kallar á mikla rafmagnsnotkun og sömuleiðis hafa nokkur sveitarfélög verið að þreifa fyrir sér, hvernig þau gætu nýtt sér sólarorkuframleiðslu,“ segir Linda og útskýrir: „Því með hækkandi raforkuverði er kostnaður við rafmagn einfaldlega orðið að óvissuþætti hjá sumum aðilum.“ Séríslensk áskorun er hins vegar uppsetningarverðið. „Það er dýrara hjá okkur en víða annars staðar og er einmitt eitt af því sem við erum alltaf að vinna í að ná niður. Til dæmis með því að þjálfa fleiri í uppsetningu, því með aukinni þekkingu fleiri aðila eru minni líkur á að alltaf sé verið að vinna undir formerkjunum að finna hjólið upp á nýtt.“ Linda segist telja að almenningur sé að vissu leyti ekki alveg farinn að gera sér grein fyrir því hvernig stefnir í raforkuskort á Íslandi. Sem smátt og smátt mun alltaf leiða til hækkandi verðs. „Það liggur alveg fyrir að það þarf fleiri leiðir á Íslandi til þess að framleiða rafmagn.“ Íslendingar eru samt þekktir fyrir að fara ekki sparlega með rafmagn né hita. Opna glugga og hækka í ofnum. Slökkva ekki á ljósi þótt rými séu auð. „Ég held að skýringin á þessu sé einfaldlega sú að við höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður,“ segir Linda. Á Norðurlöndunum hafi það hins vegar sýnt sig að um leið og stjórnvöld hafa reitt fram einhvers konar ívilnanir fyrir fólk og fyrirtæki, hafa markaðir einfaldlega sprungið út í nýjum og sparsamari leiðum á notkun og framleiðslu rafmagns. „Þetta er því pólitísk ákvörðun.“ Linda telur þó áhuga fyrir hendi hjá opinberum aðilum. „Eftir því sem ég kemst næst, er þetta að minnsta kosti í fyrsta sinn sem íslenskt ráðuneyti framleiðir eigið rafmagn,“ segir Linda og vísar þar til Umhverfis- og orkumálaráðuneytisins. Linda segir fyrirséðan raforkuskort og hækkandi rafmagnsverð þýða að leita þurfi fleiri leiða til að framleiða ódýrara og hagkvæmt rafmagn. Norðmenn séu nokkuð duglegir að nýta sér sólarsellur og engin ástæða sé til annars en að gera það einnig á Íslandi.Vísir/Anton Brink Framtíðin er komin Sólarorkukerfi er bæði hægt að setja á hús eða á jörðu, en erlendis gengur þetta þannig fyrir sig að þegar fólk eða fyrirtæki framleiða rafmagn umfram notkun sína, gerist það nánast sjálfkrafa að upphæð millifærist inn á bankareikning viðkomandi, sem nýtir sér þá umfram rafmagnið sem tekjulind um leið og tryggt er að ekkert rafmagn sem framleitt er, fari þá til spillis. Linda segir hlutina mjög fjarri því að vera svo sjálfvirka hér. „Dreifiveitur á Íslandi eru ekki komin jafn langt í þessu miðað við það sem þekkist erlendis.“ En hversu dýrt er þetta; Stofnkostnaður og endurgreiðslutími? „Endurgreiðslutími búnaðar er algengur í kringum sjö ár. Auðvitað er hægt að reikna sig niður í þrjú til fjögur ár sem bestu útkomuna, en það er afar sjaldgæft,“ segir Linda og bætir við: Töluvert af okkar vinnu felst í því að áætla rafmagnsframleiðslu fyrir viðskiptavini og reikna út endurgreiðslutímann miðað við staðsetningu en það getum við gert vegna þess að við notum upplýsingar úr risastórum veðurbanka og getum því verið nokkuð nákvæm í útreikningum.“ Hjá Alor starfa nú að jafnaði fjórir til fimm starfsmenn. „Þróunarkostnaðurinn okkar er enn hár, en við höfum verið afar lánsöm með styrki fyrir það verkefni sem er hvað dýrast hjá okkur í þróun,“ segir Linda og vísar þar til verkefnis sem Atvinnulífið sagði frá í hitteð fyrra og felst í því að Alor gefi notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf. Fyrstu frumgerðirnar hafa litið dagsins ljós og segir Linda fyrstu prufu verkefnin að hefjast með samstarfsaðilum. Þá segir hún félagið í fjármögnunarlotu nú sem stendur og auðheyrilega er hún mjög bjartsýn á komandi tíma fyrir Alor. „Við höfum nú þegar sett upp fjögur sólorkuver í þremur landshlutum. Sem þýðir að Alor býr nú þegar yfir einstakri innsýn inn í sólarorkuframleiðslu á Íslandi. Fyrirséð er að það er ekki nægt rafmagn á Íslandi. Og það er jafn fyrirséð að leita þarf fleiri leiða þess að framleiða rafmagn með fleiri orkukostum, draga úr kostnaði og bæta orkunýtni.“ Tækni Nýsköpun Rafmagn Orkumál Tengdar fréttir Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00 Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00 Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Svarið við spurningunni er: Þessir aðilar framleiða allir sólarorku með kerfum frá Alor. „Framleiðsla rafmagns síðustu vikna með sólarorkukerfunum okkar jafnast á við ársnotkun sex meðalheimila á Íslandi. Og með hækkandi raforkuverði og raforkuskorti, skiptir þetta miklu máli.“ Því þótt heimilin séu enn sem komið er ekki markhópur Alor, segir Linda að í raun létti það á kerfinu í heild sinni, þegar opinberir aðilar eða aðrir, til dæmis gagnaver, framleiðslufyrirtæki, bændur og stórnotendur á rafmagni, framleiða hluta rafmagns sjálfir með sólarorku. „Því þá nota þeir auðvitað minna úr þessum sameiginlega potti,“ útskýrir Linda og bætir við: „Mér finnst það líka vera að aukast að fyrirtæki séu að hafa samband við okkur vegna þess að þau vilja verða sjálfbærari. Líta á rafmagnsframleiðslu sem hluta af sinni samfélagslegu ábyrgð.“ Íslenska veðrið og tækifærin Það er ekki hægt annað en að brosa út í annað, þegar Linda lýsir því að hafa alist upp við heitavatnskút og takmarkað heitt vatn. Það var á sveitabæ í Skagafirði þar sem hún ólst upp. En Linda segir fjölskylduna einmitt hafa framleitt sitt eigið rafmagn með smávirkjun, því það var ekkert annað rafmagn á bænum sem var líka án hitaveitu. „Ég varð því fljótt meðvituð um mikilvægi rafmagns og hvaða áhrif það hafði þegar hitadunkurinn tæmdist þegar ég var síðust í sturtu á jólunum,“ segir Linda og hlær. En þótt framleiðsla með sólarorku sé orðin nokkuð þekkt víða erlendis, til dæmis í heitari löndum, liggur beinast við að spyrja; Hversu auðvelt er það að framleiða rafmagn í einhverjum mæli með sólarorku á Íslandi? Linda segir þetta eðlilega spurningu. „Fyrir það fyrsta skal það tekið fram að mjög mikil þróun hefur orðið á þeim búnaði og kerfum sem notuð eru fyrir sólarorkuframleiðslu.“ Nýsköpun Alor felist í raun í því að ná sem bestri og hagstæðustu framleiðslu á rafmagni, miðað við þau birtuskilyrði og veðurfar sem á Íslandi er auk bættrar orkunýtni. Sem Linda segir alveg fela í sér ýmsa kosti líka. „Sem dæmi má nefna að sólarsellum líður í raun betur í kulda en hita. Framleiðslan er meiri en í miklum hita.“ Það hafa dæmin sýnt frá svæðum sem líkja má við Ísland. Til dæmis í Norður Noregi þar sem nokkuð er um að rafmagn er framleitt með sólarorku. Og jafnvel á Svalbarða. „Við fáum líka endurvarp frá snjónum og það hjálpar. En auðvitað dylst engum að yfir dimmustu mánuðina, er framleiðslugetan ekki mjög mikil.“ Á sumrin snýst staðan hins vegar við. Því yfir björtustu sumarvikurnar hefur framleiðslan verið i gangi í allt að 20 klukkustundir á sólarhring.“ Geri aðrir betur! Meðstofnendurnir Linda og Dr.Rúnar Unnþórsson, tæknistjóri Alor og prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Til viðbótar við sólarorkustöðvarnar vinnur Alor að því þróunarverkefni að gefa rafbíla-rafhlöðum framhaldslíf.Vísir/Anton Brink Ragmagnskostnaður hækkar Um þessar mundir er Alor að vinna í því að setja upp sitt fimmta sólarorkuver. „Við horfum sérstaklega til svokallaðra kaldra svæða á Íslandi. Þar sem ýmiss starfsemi fyrirtækja, stofnana eða hjá bændum kallar á mikla rafmagnsnotkun og sömuleiðis hafa nokkur sveitarfélög verið að þreifa fyrir sér, hvernig þau gætu nýtt sér sólarorkuframleiðslu,“ segir Linda og útskýrir: „Því með hækkandi raforkuverði er kostnaður við rafmagn einfaldlega orðið að óvissuþætti hjá sumum aðilum.“ Séríslensk áskorun er hins vegar uppsetningarverðið. „Það er dýrara hjá okkur en víða annars staðar og er einmitt eitt af því sem við erum alltaf að vinna í að ná niður. Til dæmis með því að þjálfa fleiri í uppsetningu, því með aukinni þekkingu fleiri aðila eru minni líkur á að alltaf sé verið að vinna undir formerkjunum að finna hjólið upp á nýtt.“ Linda segist telja að almenningur sé að vissu leyti ekki alveg farinn að gera sér grein fyrir því hvernig stefnir í raforkuskort á Íslandi. Sem smátt og smátt mun alltaf leiða til hækkandi verðs. „Það liggur alveg fyrir að það þarf fleiri leiðir á Íslandi til þess að framleiða rafmagn.“ Íslendingar eru samt þekktir fyrir að fara ekki sparlega með rafmagn né hita. Opna glugga og hækka í ofnum. Slökkva ekki á ljósi þótt rými séu auð. „Ég held að skýringin á þessu sé einfaldlega sú að við höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður,“ segir Linda. Á Norðurlöndunum hafi það hins vegar sýnt sig að um leið og stjórnvöld hafa reitt fram einhvers konar ívilnanir fyrir fólk og fyrirtæki, hafa markaðir einfaldlega sprungið út í nýjum og sparsamari leiðum á notkun og framleiðslu rafmagns. „Þetta er því pólitísk ákvörðun.“ Linda telur þó áhuga fyrir hendi hjá opinberum aðilum. „Eftir því sem ég kemst næst, er þetta að minnsta kosti í fyrsta sinn sem íslenskt ráðuneyti framleiðir eigið rafmagn,“ segir Linda og vísar þar til Umhverfis- og orkumálaráðuneytisins. Linda segir fyrirséðan raforkuskort og hækkandi rafmagnsverð þýða að leita þurfi fleiri leiða til að framleiða ódýrara og hagkvæmt rafmagn. Norðmenn séu nokkuð duglegir að nýta sér sólarsellur og engin ástæða sé til annars en að gera það einnig á Íslandi.Vísir/Anton Brink Framtíðin er komin Sólarorkukerfi er bæði hægt að setja á hús eða á jörðu, en erlendis gengur þetta þannig fyrir sig að þegar fólk eða fyrirtæki framleiða rafmagn umfram notkun sína, gerist það nánast sjálfkrafa að upphæð millifærist inn á bankareikning viðkomandi, sem nýtir sér þá umfram rafmagnið sem tekjulind um leið og tryggt er að ekkert rafmagn sem framleitt er, fari þá til spillis. Linda segir hlutina mjög fjarri því að vera svo sjálfvirka hér. „Dreifiveitur á Íslandi eru ekki komin jafn langt í þessu miðað við það sem þekkist erlendis.“ En hversu dýrt er þetta; Stofnkostnaður og endurgreiðslutími? „Endurgreiðslutími búnaðar er algengur í kringum sjö ár. Auðvitað er hægt að reikna sig niður í þrjú til fjögur ár sem bestu útkomuna, en það er afar sjaldgæft,“ segir Linda og bætir við: Töluvert af okkar vinnu felst í því að áætla rafmagnsframleiðslu fyrir viðskiptavini og reikna út endurgreiðslutímann miðað við staðsetningu en það getum við gert vegna þess að við notum upplýsingar úr risastórum veðurbanka og getum því verið nokkuð nákvæm í útreikningum.“ Hjá Alor starfa nú að jafnaði fjórir til fimm starfsmenn. „Þróunarkostnaðurinn okkar er enn hár, en við höfum verið afar lánsöm með styrki fyrir það verkefni sem er hvað dýrast hjá okkur í þróun,“ segir Linda og vísar þar til verkefnis sem Atvinnulífið sagði frá í hitteð fyrra og felst í því að Alor gefi notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf. Fyrstu frumgerðirnar hafa litið dagsins ljós og segir Linda fyrstu prufu verkefnin að hefjast með samstarfsaðilum. Þá segir hún félagið í fjármögnunarlotu nú sem stendur og auðheyrilega er hún mjög bjartsýn á komandi tíma fyrir Alor. „Við höfum nú þegar sett upp fjögur sólorkuver í þremur landshlutum. Sem þýðir að Alor býr nú þegar yfir einstakri innsýn inn í sólarorkuframleiðslu á Íslandi. Fyrirséð er að það er ekki nægt rafmagn á Íslandi. Og það er jafn fyrirséð að leita þarf fleiri leiða þess að framleiða rafmagn með fleiri orkukostum, draga úr kostnaði og bæta orkunýtni.“
Tækni Nýsköpun Rafmagn Orkumál Tengdar fréttir Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00 Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01 „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00 Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01
Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. 25. ágúst 2025 07:01
„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00
Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03