Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 22:38 Lögreglan segir að aðgerðin sé til þess fallin að sýna fælingarmátt. Herinn vill samt ekki tjá sig. Mynd úr safni af heræfingu Danahers á Grænlandi í september. AP Danskar orrustuþotur hafa verið á sveimi yfir Borgundarhólmi í kvöld. Í Noregi hefur þurft að snúa tveimur flugvélum við í dag vegna tilkynninga um drónaumferð við flugvelli. Talsmaður lögreglunnar á Borgundarhólmi staðfestir við TV2 að vélarnar hafi „fyrst flogið aðra leiðina yfir eyjuna og síðan hina leiðina til baka.“ Danskir miðlar kveðast hafa fengið fjölda tilkynninga vegna þotanna frá íbúum á dönsku eyjunni. Talsmaður lögreglunnar segir aðgerðina vera hluti af „fælingarviðbúnaði“, þá til þess fallinn að standa vörð um danska lofthelgi. Yfirstjórn hersins vildi samt ekki staðfesta þessar upplýsingar í samtali við TV2. Þetta þarf ekki endilega að þýða að lofthelgi landsins hafi verið brotin, samkvæmt því sem fram kemur á vef danska hersins. Á þessu ári, til og með 31. maí, hefur danski herinn ráðist í slíkar aðgerðir 33 sinnum og öll þau skipti hafa verið yfir Eystrasalti, samkvæmt vef hersins. Truflanir í Noregi Fyrr í dag sást dróni á lofti við flugvöllinn í Brunneyjarsundi við vesturströnd Noregs og þurfti fyrir vikið að beina flugvél á flugvöllinn í Þrándheimi, að því er VG greinir frá. Auk þess hafði vél á vegum Norwegian air þurft að snúa við um 21.30 í kvöld vegna tilkynningar um dróna við Bardufoss. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa verið á tánum eftir að dularfullir drónar sáust fljúga yfir Kastrúp-flugvelli síðasta mánudag. Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu þar sem drónar þykja hafa sést víða yfir dönskum flugvöllum og herstöðvum á undanförnum dögum sem valdið hefur töluverðri óreiðu þar í landi. Danmörk bannar dróna Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Næsta fimmtudag fer fram óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn og er það sagt spila stóra rullu í þeirri ákvörðun sem hafi verið tekin að banna drónaflug. Drónarnir yfir Danmörku koma á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Talsmaður lögreglunnar á Borgundarhólmi staðfestir við TV2 að vélarnar hafi „fyrst flogið aðra leiðina yfir eyjuna og síðan hina leiðina til baka.“ Danskir miðlar kveðast hafa fengið fjölda tilkynninga vegna þotanna frá íbúum á dönsku eyjunni. Talsmaður lögreglunnar segir aðgerðina vera hluti af „fælingarviðbúnaði“, þá til þess fallinn að standa vörð um danska lofthelgi. Yfirstjórn hersins vildi samt ekki staðfesta þessar upplýsingar í samtali við TV2. Þetta þarf ekki endilega að þýða að lofthelgi landsins hafi verið brotin, samkvæmt því sem fram kemur á vef danska hersins. Á þessu ári, til og með 31. maí, hefur danski herinn ráðist í slíkar aðgerðir 33 sinnum og öll þau skipti hafa verið yfir Eystrasalti, samkvæmt vef hersins. Truflanir í Noregi Fyrr í dag sást dróni á lofti við flugvöllinn í Brunneyjarsundi við vesturströnd Noregs og þurfti fyrir vikið að beina flugvél á flugvöllinn í Þrándheimi, að því er VG greinir frá. Auk þess hafði vél á vegum Norwegian air þurft að snúa við um 21.30 í kvöld vegna tilkynningar um dróna við Bardufoss. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa verið á tánum eftir að dularfullir drónar sáust fljúga yfir Kastrúp-flugvelli síðasta mánudag. Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu þar sem drónar þykja hafa sést víða yfir dönskum flugvöllum og herstöðvum á undanförnum dögum sem valdið hefur töluverðri óreiðu þar í landi. Danmörk bannar dróna Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Næsta fimmtudag fer fram óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn og er það sagt spila stóra rullu í þeirri ákvörðun sem hafi verið tekin að banna drónaflug. Drónarnir yfir Danmörku koma á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira