Innlent

Bein út­sending: Lýðheilsu­vísar 2025 kynntir

Atli Ísleifsson skrifar
María Heimisdóttir landlæknir.
María Heimisdóttir landlæknir. Vísir/Anton Brink

Lýðheilsuvísar 2025 verða kynntir á fundi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan.

Í tilkynningu segir að embætti landlæknis standi að viðburðinum í samstarfi við Ísafjarðarbæ.

„Lýðheilsuvísar hafa komið árlega út síðan árið 2016 á vegum embættis landlæknis . Þeir eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti. Þeir eru greindir fyrir öll heilbrigðisumdæmi og allt að 20 fjölmennustu sveitarfélögin. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda m.a. heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum, þ.m.t. Heilsueflandi samfélögum líkt og Ísafjarðarbæ, að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og meta þarfir þannig að hægt sé að vinna með markvissum hætti að bættri heilsu og líðan allra íbúa,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Dagskrá

Velkomin. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Um lýðheilsuvísa 2025. María Heimisdóttir, landlæknir

Lýðheilsuvísar tengdir samfélaginu, og heilsu og sjúkdómum. Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga, embætti landlæknis

Lýðheilsuvísar tengdir sóttvörnum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir

Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum og líðan. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs, embætti landlæknis

Hagnýt notkun lýðheilsuvísa í heimabyggð. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Dagný Finnsbjörnsdóttir, tengiliður Heilsueflandi samfélags hjá Ísafjarðarbæ

Umræður

Fundarstjóri er Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Frekari upplýsingar

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×