Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2025 13:14 Þuríður, Margrét og vinkonur þeirra telja að árángurinn af heilsuferðinni til Split gæti hafa stuðlað að því hversu afslappaðar og æðrulausar þær voru þegar þær fengu tíðindin af falli Play og aflýsingu á flugi þeirra heim. Það væsir ekki um vinkonurnar í 25° hita í dag. Aðsent Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu. Isavia greindi frá því síðdegis í gær að fall Play hefði haft áhrif á um 1750 farþega því aflýsa þurfti 12 flugferðum. Upplýsingafulltrúi ISAVIA sagði í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að liðsinna fólki á vellinum en í morgun voru þó einhver dæmi um það að farþegar sem höfðu í hyggju að ná flugi með Play hafi ekki heyrt af atburðum gærdagsins. Forstjóri Icelandair fundaði í gær með stjórnvöldum um mögulegt björgunarflug vegna þeirra fjölmörgu farþega Play sem eru strandaglópar víða um heim. Hann sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegisfréttir að félagið hefði bætt Kaupmannahafnarflugi við ferðaáætlun sína síðdegis á morgun til að reyna að liðka fyrir. Félagið sé þá að meta stöðuna og íhuga hvort bæta þurfi við fleiri ferðum. Þær Þuríður Björg Guðnadóttir og Margrét Ingþórsdóttir eru á meðal þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum af falli Play en þær áttu flug heim frá Króatíu í gærkvöldi sem aldrei var farið. Það virðist ekki væsa um vinkonurnar í 25° stiga hita í Split.aðsend „Við fórum í heilsu og hreyfiferð til Split í Króatíu og ætluðum að vera hér í viku og erum búin að vera með henni Sigrúnu Fjeldsted þjálfara í stífum æfingum alla vikuna. Við búnar að vera að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Þetta er svona hreyfiferð en líka vinnustofur og margt skemmtilegt.“ Þrjátíu og tvær konur voru í ferðinni en þeim Þuríði og Margréti teljast til að um helmingur hafi náð að koma sér heim með öðrum flugfélögum og með hinum ýmsu millilendingum; Osló, Róm og London. Hvað tekur þá við hjá ykkur vinkonunum? „Við erum í smá í óvissu en erum að reyna að „trust the process,“ [treysta ferlinu]. Við erum svo slakar eftir okkar heilsuferð en við förum til London í kvöld og erum að vonast til þess að við komumst þaðan frekar fljótt.“ Ég heyri að þið eruð ekki mikið áhyggjufullar? „Nei, ætli þetta sé ekki heilsuferðin sem gerir okkur svona slakar en við erum báðar í þannig stöðu að við erum með maka heima sem hugsa um börnin og það eru auðvitað ekkert allir í þeirri stöðu. Mörgum lá á að komast heim, jafnvel til að komast í aðrar ferðir og svo var ein á leiðinni í jarðarför hjá foreldri þannig að auðvitað er þetta mikið áfall fyrir marga en okkar aðstæður eru bara góðar og við erum bara að njóta dagsins í dag. Núna erum við komnar til Trogir og erum í æðislegu veðri, hér eru 25 gráður. Við erum allavega alveg slakar,“ sögðu þær Þuríður og Margrét. Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Króatía Heilsa Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. 30. september 2025 12:54 Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. 29. september 2025 17:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Isavia greindi frá því síðdegis í gær að fall Play hefði haft áhrif á um 1750 farþega því aflýsa þurfti 12 flugferðum. Upplýsingafulltrúi ISAVIA sagði í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að liðsinna fólki á vellinum en í morgun voru þó einhver dæmi um það að farþegar sem höfðu í hyggju að ná flugi með Play hafi ekki heyrt af atburðum gærdagsins. Forstjóri Icelandair fundaði í gær með stjórnvöldum um mögulegt björgunarflug vegna þeirra fjölmörgu farþega Play sem eru strandaglópar víða um heim. Hann sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegisfréttir að félagið hefði bætt Kaupmannahafnarflugi við ferðaáætlun sína síðdegis á morgun til að reyna að liðka fyrir. Félagið sé þá að meta stöðuna og íhuga hvort bæta þurfi við fleiri ferðum. Þær Þuríður Björg Guðnadóttir og Margrét Ingþórsdóttir eru á meðal þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum af falli Play en þær áttu flug heim frá Króatíu í gærkvöldi sem aldrei var farið. Það virðist ekki væsa um vinkonurnar í 25° stiga hita í Split.aðsend „Við fórum í heilsu og hreyfiferð til Split í Króatíu og ætluðum að vera hér í viku og erum búin að vera með henni Sigrúnu Fjeldsted þjálfara í stífum æfingum alla vikuna. Við búnar að vera að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Þetta er svona hreyfiferð en líka vinnustofur og margt skemmtilegt.“ Þrjátíu og tvær konur voru í ferðinni en þeim Þuríði og Margréti teljast til að um helmingur hafi náð að koma sér heim með öðrum flugfélögum og með hinum ýmsu millilendingum; Osló, Róm og London. Hvað tekur þá við hjá ykkur vinkonunum? „Við erum í smá í óvissu en erum að reyna að „trust the process,“ [treysta ferlinu]. Við erum svo slakar eftir okkar heilsuferð en við förum til London í kvöld og erum að vonast til þess að við komumst þaðan frekar fljótt.“ Ég heyri að þið eruð ekki mikið áhyggjufullar? „Nei, ætli þetta sé ekki heilsuferðin sem gerir okkur svona slakar en við erum báðar í þannig stöðu að við erum með maka heima sem hugsa um börnin og það eru auðvitað ekkert allir í þeirri stöðu. Mörgum lá á að komast heim, jafnvel til að komast í aðrar ferðir og svo var ein á leiðinni í jarðarför hjá foreldri þannig að auðvitað er þetta mikið áfall fyrir marga en okkar aðstæður eru bara góðar og við erum bara að njóta dagsins í dag. Núna erum við komnar til Trogir og erum í æðislegu veðri, hér eru 25 gráður. Við erum allavega alveg slakar,“ sögðu þær Þuríður og Margrét.
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Króatía Heilsa Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. 30. september 2025 12:54 Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. 29. september 2025 17:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. 30. september 2025 12:54
Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32
Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. 29. september 2025 17:08