Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 11:33 Launafólk Alþýðusambands Íslands og BSRB svöruðu könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat. Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat.
Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda