Körfubolti

Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grinda­vík síðan 2023

Árni Jóhannsson skrifar
Andri Már Eggertsson, Nabblinn, og Óli Óla gerðu upp leikinn
Andri Már Eggertsson, Nabblinn, og Óli Óla gerðu upp leikinn Vísir / Skjáskot

Grindavík lagði Njarðvík að velli í fyrstu umferð Bónus deildar karla í gærkvöldi. Lokastaðan var 109-96 en Andri Már Eggertsson, Nabblinn, tók bræðurna Jóhann og Ólaf Ólafssyni tali eftir leik og gerði upp þennan fyrsta leik liðsins í Grindavík síðan í nóvember árið 2023.

Það bærðust að sjálfsögðu ýmsar tilfinningar innan með bræðrunum þegar Andri náði tali af þeim skömmu eftir leik.

„Æðisleg tilfinning. Troðfullt hús og við búnir að bíða eftir þessu síðan 2023. Þetta var bara æðislegt að sjá allt þetta fólk hérna og mig langar bara að vera hérna áfram“, sagði Ólafur Ólafsson þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar eftir leikinn.

Jóhann tók í sama streng en um 700 dagar eru liðnir síðan liðið spilaði í nýjum körfuboltasal í Íþróttamiðstöð Grindavíkur. 

„Þetta er bara geggjað og erfitt að koma þessu í orð. Hérna líður manni langbest og gula hjartað í manni stækkaði um helming við að sjá allt fólkið hérna. Frábær stemmning og það komust færri að en vildu“, en skv. KKÍ.is voru 975 áhorfendur í salnum. 

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.

Klippa: Nabblinn á ferðinni: Bræður gera upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023



Fleiri fréttir

Sjá meira


×