Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:02 Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun