Veður

Vindur fyrir norðan og rigning og þoku­súld vestan­lands

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það verður nokkur vindur um norðanvert landið í dag.
Það verður nokkur vindur um norðanvert landið í dag. Vísir/Viktor Freyr

Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra.

Á morgun verður minnkandi vestanátt, gola eða kaldi síðdegis. Bjart með köflum á Suðaustur- og Austurlandi, annars skýjað og dálítil væta. Hiti sex til 14 stig, mildast suðaustantil.

Á fimmtudag er útlit fyrir hæglætisveður á landinu, þurrt að mestu og milt.

Á vef Vegagerðar má sjá að víðast hvar um landið er greiðfært. Nánar um færð á vef Vegagerðar og veður á vef Veðurstofu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Vestan 8-15 m/s, en 5-10 síðdegis. Skýjað og dálítil væta, en bjart með köflum suðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 13 stig, mildast austantil.

Á fimmtudag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en léttir til um landið norðanvert. Hiti 4 til 10 stig yfir daginn.

Á föstudag:

Suðvestan 8-13 norðvestanlands, annars hægari vindur. Skýjað og yfirleitt þurrt vestantil á landinu, en léttskýjað eystra. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Norðlæg átt og skýjað með köflum. Heldur kólnandi.

Á sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt, skýjað og stöku skúrir vestanlands. Hiti 3 til 8 stig, en nálægt frostmarki eystra.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðvestanátt með vætu norðan- og vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×