Handbolti

Snýr aftur í lands­liðið eftir að hafa fengið blóð­tappa í heila og farið í hjarta­að­gerð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Blonz hefur þurft að reyna ýmislegt síðustu mánuðina.
Alexander Blonz hefur þurft að reyna ýmislegt síðustu mánuðina. getty/Jan Woitas

Alexander Blonz, leikmaður Álaborgar í Danmörku, var valinn í norska landsliðið í handbolta eftir nokkurt hlé. Hann hefur glímt við veikindi undanfarna mánuði.

Alexander Blonz, leikmaður Álaborgar í Danmörku, var valinn í norska landsliðið í handbolta eftir nokkurt hlé. Hann hefur glímt við veikindi undanfarna mánuði.

Blonz er í norska hópnum sem mætir Danmörku, Færeyjum og Hollandi í Þrándheimi um mánaðamótin.

Hornamaðurinn hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarið. Rétt fyrir síðustu jól fór hnéskel Blonz úr liði á æfingu. Daginn eftir greindist hann með blóðtappa í heila. Í janúar gekkst hann undir aðgerð á hné og fjórum mánuðum síðar þurfti hann að fara í hjartaaðgerð.

Blonz er búinn að ná bata, byrjaður að spila með Álaborg og kominn aftur í norska landsliðið, talsvert á undan áætlun.

„Það er í raun svolítið snemmt að velja Alexander en við viljum hafa hann með og gefa honum nokkrar mínútur á vellinum,“ sagði Jonas Wille, þjálfari norska landsliðsins.

Blonz, sem er 25 ára, hóf ferilinn með Viking í heimalandinu en gekk í raðir Elverum 2019 og lék með liðinu í tvö ár. Hann lék svo um tveggja ára skeið með Pick Szeged í Ungverjalandi, tvö ár með GOG í Danmörku en fór svo til Álaborgar í sumar.

Noregur heldur EM í janúar ásamt Danmörku og Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×