Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Soffia S. Sigurgeisdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa 15. október 2025 09:03 Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar