„Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Kári Mímisson skrifar 14. október 2025 22:09 Einar Jónsson og hans menn læra eflaust margt af slagnum við Porto í kvöld. Vísir/Diego Það mátti sjá blendnar tilfinningar hjá Einari Jónssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir tólf marka tap gegn Porto í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Einar segist vera ánægður með hluta af leiknum en að of mörg auðveld mistök sem Porto hafi nýtt sér hafi farið með leikinn. „Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira