Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað 15. október 2025 10:01 Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Félagasamtök Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar