Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað 15. október 2025 10:01 Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Félagasamtök Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun