Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 16. október 2025 10:02 Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar