„Það er allt svart þarna inni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 12:11 vísir/Sigurður Örn Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga.
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira