Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fyrir utan leikskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“ Leikskólar Reykjavík Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“
Leikskólar Reykjavík Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira