Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2025 09:28 Sævar Atli hefur farið mikinn að undanförnu og eru tíðindin honum því sjokk. Mynd/Brann Sævar Atli Magnússon hefur lokið leik þetta tímabilið vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik Íslands við Frakkland á mánudagskvöldið var. Félag hans Brann í Noregi greinir frá tíðindunum. Sævar Atli fór meiddur af velli rétt fyrir hálfleik og fann til eymsla í hné. Sævar fór í myndatöku í gær þar sem í ljós kom að hann er með rifinn liðþófa í hné. Meiðslin munu halda honum frá vellinum út árið en tímabilið í norsku úrvalsdeildinni klárast í lok nóvember. Þá er ljóst að hann mun ekki spila landsleiki Íslands í undankeppni HM 2026 í nóvember, við Aserbaídsjan og Úkraínu. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og alvarleiki meiðslanna kom mér í opna skjöldu,“ er haft eftir Sævari á heimasíðu Brann. „En við erum með öflugan hóp og ég mun styðja strákana úr stúkunni það sem eftir lifir leiktíðar,“ bætir hann við. Sævar Atli hefur leikið frábærlega með Brann á leiktíðinni og skorað tíu mörk í 16 leikjum eftir skipti frá Lyngby í Danmörku. Hann hefur skorað einu tvö mörk Brann í Evrópudeildinni, í 2-1 tapi fyrir Lille og sigurmarkið í 1-0 sigri á Utrecht. Árangurinn skilaði honum fyrsta byrjunarliðssætinu í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár en hann byrjaði báða leiki í nýafstöðnum landsleikjaglugga, gegn Úkraínu og Frakklandi. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni í Reykjavík og virðist Breiðholtstengingin sterk milli hans og Freys Alexanderssonar, þjálfara Brann, sem var þjálfari hans hjá bæði Leikni og Lyngby áður en hann fékk hann til Bergen. Ekki kemur fram hversu lengi Sævar verður nákvæmlega frá keppni og áhugavert að sjá hvort hann geti spilað með Brann í Evrópudeildinni á nýju ári, þó hann hafi spilað síðasta leik sinn í norsku úrvalsdeildinni um hríð. Endurhæfing eftir rifinn liðþófa tekur yfirleitt um fjórar til átta vikur án aðgerðar. Sé rifan svo slæm að aðgerðar sé þörf getur endurhæfing tekið allt frá sex vikum upp í sex mánuði. Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Sævar Atli fór meiddur af velli rétt fyrir hálfleik og fann til eymsla í hné. Sævar fór í myndatöku í gær þar sem í ljós kom að hann er með rifinn liðþófa í hné. Meiðslin munu halda honum frá vellinum út árið en tímabilið í norsku úrvalsdeildinni klárast í lok nóvember. Þá er ljóst að hann mun ekki spila landsleiki Íslands í undankeppni HM 2026 í nóvember, við Aserbaídsjan og Úkraínu. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og alvarleiki meiðslanna kom mér í opna skjöldu,“ er haft eftir Sævari á heimasíðu Brann. „En við erum með öflugan hóp og ég mun styðja strákana úr stúkunni það sem eftir lifir leiktíðar,“ bætir hann við. Sævar Atli hefur leikið frábærlega með Brann á leiktíðinni og skorað tíu mörk í 16 leikjum eftir skipti frá Lyngby í Danmörku. Hann hefur skorað einu tvö mörk Brann í Evrópudeildinni, í 2-1 tapi fyrir Lille og sigurmarkið í 1-0 sigri á Utrecht. Árangurinn skilaði honum fyrsta byrjunarliðssætinu í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár en hann byrjaði báða leiki í nýafstöðnum landsleikjaglugga, gegn Úkraínu og Frakklandi. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni í Reykjavík og virðist Breiðholtstengingin sterk milli hans og Freys Alexanderssonar, þjálfara Brann, sem var þjálfari hans hjá bæði Leikni og Lyngby áður en hann fékk hann til Bergen. Ekki kemur fram hversu lengi Sævar verður nákvæmlega frá keppni og áhugavert að sjá hvort hann geti spilað með Brann í Evrópudeildinni á nýju ári, þó hann hafi spilað síðasta leik sinn í norsku úrvalsdeildinni um hríð. Endurhæfing eftir rifinn liðþófa tekur yfirleitt um fjórar til átta vikur án aðgerðar. Sé rifan svo slæm að aðgerðar sé þörf getur endurhæfing tekið allt frá sex vikum upp í sex mánuði.
Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira