Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:14 Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22. Samsett Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira