Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:56 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira