Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar 20. október 2025 14:47 4,15 kr. pr. kílómetra fyrir bifhjól er langt frá því að vera ásættanleg skattheimta í samanburði við slit á vegum sem bifhjól valda því það er svo gott sem ekkert hlutfallslega við önnur ökutæki. Bifhjólafólk lítur svo á að það sé sanngjörn krafa að ef af kílómetragjaldinu verði, verði það reiknað út í nákvæmu hlutfalli við fólksbíla og flutningabíla þar sem slit á vegum af völdum bifhjóla er margfalt minna. Vöruflutningabílar greiða meira, sem þýðir að bifhjól ættu hlutfallslega að greiða miklu minna. Bifhjólum er almennt ekki ekið yfir erfiðustu vetrarmánuðina, og því engin nagladekk sem síta vegum landsins af þeirra völdum. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið um vegi með lítilli umferð. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið til skemmtunar af og til frekar en til daglegra ferða til og frá vinnu. Gjaldið sem lagt er til er alltof hátt, sérstaklega þegar haft er í huga hversu léleg umferðarmannvirkin eru fyrir bifhjól og viðhald vegakerfisins tekur lítið sem ekkert tillit til bifhjólafólks. Kílómetragjaldið sem lagt er til er líka algjör rökleysa miðað við litla mengun/útblástur bifhjóla. Réttlætir þessi slóði kílómetragjald af bifhjólafólki?Hjörtur L. Jónsson Ástand vega og gatna og umhverfis þeirra er óásættanlegt fyrir bifhjól. Eðlisfræði bifhjólaaksturs er önnur en annarra ökutækja og holur, lausamöl, malbiksblæðingar o.s.frv. eru mun líklegri til að valda hættu og slysum á bifhjólafólki. Bifhjólafólk hefur tekið höndum saman og stofnað Facebook hóp sem heitir "Ekki okkar vegir" til að vara hvert annað við slæmum akstursaðstæðum í vegakerfinu. Áætlun stjórnvalda er að lækka bensín- og olíuverð og Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar (BLS), hefur enga trú á því að það verði niðurstaðan. Fyrirliggjandi tillaga að þessari skattheimtu gerir notkun bifhjóla ekki eins vænlegan kost og áður, sem gengur gegn því markmiði yfirvalda að draga úr mengun og uhverfisáhrifum af umferð. BLS er meðlimur í FEMA (Federation of European Motorcyclists' Association) og samkvæmt öðrum félögum í samtökunum hefur verið reynt að innleiða kílómetragjald í fleiri en einu landi en það hefur alltaf mistekist, meðal annars vegna persónuverndarlaga, t.d. í Finnlandi. Kostnaðurinn við að innleiða kílómetragjaldið og viðhalda því kerfi verður meiri en hagurinn af því að mati FEMA. Það er óhætt að reikna með því að sá einstaklingur sem á og ekur bifhjóli á líka og ekur bifreið. Þannig má líka reikna með því að kílómetragjald/skattur verði innheimtur af viðkomandi einstaklingi og að sá skattur mun fara í snjómokstur, vegamerkingar og fleira. Hann er því búinn að greiða þann skatt einu sinni fyrir bifreið sína og á sannarlega ekki að greiða hann tvisvar! Bifhjól/Skellinöðrur/Vespur eru hagkvæmur og umhverfisvænn ferðamáti.Matthías Arngrímsson Bifhjólafólk krefst þess af stjórnvöldum, Vegagerðinni, veghöldurum, verktökum og öðrum hagsmunaaðilum að Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, fái sæti við samningaborðið og í umræðum þar sem hagsmuna- og öryggismál bifhjólafólks og umferðarmál almennt eru rædd. Bifhjólafólk er marktækur hagsmunahópur, fjölbreyttur hópur kjósenda, skattgreiðenda og foreldra sem hefur sterkar og mikilvægar skoðanir á öryggi sínu og annarra í umferðinni. Til að "toppa svo vitleysuna" verður, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Más Kristóferssonar, sem lögð hefur verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagður enn hærri skattur á þá sem hugsa sér að eiga bifhjól, með því að vörugjald af ökutækjum sem áður báru 30% gjald hækkar í 40%! Hér er um að ræða minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól. Þrjátíu prósent vörugjald var nógu hátt fyrir, og var heldur ekki til að styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda eða umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur er ekki hvattur til að nota hagsýna ferðamáta eins og bifhjól, með þessari ósanngjörnu og óþarfa skattheimtu. Höfundur er meðlimur í BMW mótorhjólaklúbbnum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthías Arngrímsson Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
4,15 kr. pr. kílómetra fyrir bifhjól er langt frá því að vera ásættanleg skattheimta í samanburði við slit á vegum sem bifhjól valda því það er svo gott sem ekkert hlutfallslega við önnur ökutæki. Bifhjólafólk lítur svo á að það sé sanngjörn krafa að ef af kílómetragjaldinu verði, verði það reiknað út í nákvæmu hlutfalli við fólksbíla og flutningabíla þar sem slit á vegum af völdum bifhjóla er margfalt minna. Vöruflutningabílar greiða meira, sem þýðir að bifhjól ættu hlutfallslega að greiða miklu minna. Bifhjólum er almennt ekki ekið yfir erfiðustu vetrarmánuðina, og því engin nagladekk sem síta vegum landsins af þeirra völdum. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið um vegi með lítilli umferð. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið til skemmtunar af og til frekar en til daglegra ferða til og frá vinnu. Gjaldið sem lagt er til er alltof hátt, sérstaklega þegar haft er í huga hversu léleg umferðarmannvirkin eru fyrir bifhjól og viðhald vegakerfisins tekur lítið sem ekkert tillit til bifhjólafólks. Kílómetragjaldið sem lagt er til er líka algjör rökleysa miðað við litla mengun/útblástur bifhjóla. Réttlætir þessi slóði kílómetragjald af bifhjólafólki?Hjörtur L. Jónsson Ástand vega og gatna og umhverfis þeirra er óásættanlegt fyrir bifhjól. Eðlisfræði bifhjólaaksturs er önnur en annarra ökutækja og holur, lausamöl, malbiksblæðingar o.s.frv. eru mun líklegri til að valda hættu og slysum á bifhjólafólki. Bifhjólafólk hefur tekið höndum saman og stofnað Facebook hóp sem heitir "Ekki okkar vegir" til að vara hvert annað við slæmum akstursaðstæðum í vegakerfinu. Áætlun stjórnvalda er að lækka bensín- og olíuverð og Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar (BLS), hefur enga trú á því að það verði niðurstaðan. Fyrirliggjandi tillaga að þessari skattheimtu gerir notkun bifhjóla ekki eins vænlegan kost og áður, sem gengur gegn því markmiði yfirvalda að draga úr mengun og uhverfisáhrifum af umferð. BLS er meðlimur í FEMA (Federation of European Motorcyclists' Association) og samkvæmt öðrum félögum í samtökunum hefur verið reynt að innleiða kílómetragjald í fleiri en einu landi en það hefur alltaf mistekist, meðal annars vegna persónuverndarlaga, t.d. í Finnlandi. Kostnaðurinn við að innleiða kílómetragjaldið og viðhalda því kerfi verður meiri en hagurinn af því að mati FEMA. Það er óhætt að reikna með því að sá einstaklingur sem á og ekur bifhjóli á líka og ekur bifreið. Þannig má líka reikna með því að kílómetragjald/skattur verði innheimtur af viðkomandi einstaklingi og að sá skattur mun fara í snjómokstur, vegamerkingar og fleira. Hann er því búinn að greiða þann skatt einu sinni fyrir bifreið sína og á sannarlega ekki að greiða hann tvisvar! Bifhjól/Skellinöðrur/Vespur eru hagkvæmur og umhverfisvænn ferðamáti.Matthías Arngrímsson Bifhjólafólk krefst þess af stjórnvöldum, Vegagerðinni, veghöldurum, verktökum og öðrum hagsmunaaðilum að Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, fái sæti við samningaborðið og í umræðum þar sem hagsmuna- og öryggismál bifhjólafólks og umferðarmál almennt eru rædd. Bifhjólafólk er marktækur hagsmunahópur, fjölbreyttur hópur kjósenda, skattgreiðenda og foreldra sem hefur sterkar og mikilvægar skoðanir á öryggi sínu og annarra í umferðinni. Til að "toppa svo vitleysuna" verður, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Más Kristóferssonar, sem lögð hefur verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagður enn hærri skattur á þá sem hugsa sér að eiga bifhjól, með því að vörugjald af ökutækjum sem áður báru 30% gjald hækkar í 40%! Hér er um að ræða minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól. Þrjátíu prósent vörugjald var nógu hátt fyrir, og var heldur ekki til að styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda eða umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur er ekki hvattur til að nota hagsýna ferðamáta eins og bifhjól, með þessari ósanngjörnu og óþarfa skattheimtu. Höfundur er meðlimur í BMW mótorhjólaklúbbnum á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar